TripAdvisor viðurkenning

Selasetrið hlaut nýverið sína aðra viðurkenningu á stuttum tíma frá TripAdvisor ferðavefnum. Um er að ræða svokallað Certificate of Excellence fyrir árið 2015. Viðurkenningin er veitt vegna fjölda góðra umsagna gesta á TripAdvisor.

Viðurkenningin er Selasetrinu afar mikilvæg. TripAdvisor er vefur sem ferðamenn nota mikið til að afla sér upplýsinga um áhugaverða staði og því áríðandi að umsagnir séu góðar. Undanfarin misseri hefur mikið verið lagt upp úr góðri upplýsingagjöf og einnig er markvisst verið að biðja gesti um umsagnir á TripAdvisor. Þetta tvennt hefur leitt til stóraukins fjölda jákvæðra umsagna.

Certificate of Excellence Seal Center