Gestakomur í júní

Gestakomur á Selasetrið hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Nýliðinn júnímánuður var þar engin undantekning. Heildarfjöldi gesta í upplýsingamiðstöðina á Selasetrinu  í júní í ár jókst um tæplega 35% samanborið við sama mánuði í fyrra. Þessi aukning á milli ára er umtalsvert meiri en aukningin á milli áranna 2013 og 2014. Í júní 2014 komu 14% fleiri gestir í upplýsingamiðstöð Selasetursins en á árinu 2013. 

Á árinu 2014 sóttu alls um 20 þúsund gestir upplýsingamiðstöðina heim og má ætla að í ár verði fjöldinn á bilinu 23-25 þúsund gestir.

Það er því ljóst að aukinn fjöldi ferðamanna á landinu er í sí auknu mæli að skila sér í Húnaþing vestra enda er þar að finna áhugaverð svæði til náttúruskoðunar og góða þjónustu fyrir ferðamenn.