ROSTUNGURINN

Selasetur Íslands og Náttúruminjasafn Íslands opna sýninguna ROSTUNGURINN – The Walrus á Selasetrinu, Hvammstanga, föstudaginn 20. maí kl. 16.
Sýningin fjallar um íslenska rostungsstofninn sem nýlega var uppgötvaður og lifði hér við land í nokkur þúsund ár en dó út við landnámið. Einnig er fjallað um nytjar af rostungum og þátt þeirra í menningu Íslendinga og annarra þjóða.
Opið hús verður frá kl. 15–17 og boðið upp á léttar veitingar.

Sýning ROSTUNGURINN –The Walrus stendur yfir fram á vor 2024.

Selasetur Íslands og Náttúruminjasafn Íslands


Sumaropnun

Sumaropnun Selaseturs er frá 15. maí til 15. september,
opið alla daga frá kl. 10-17. Verið velkomin.

Summer opening Icelandic Seal Center, from 15 May to 15 September,
open every day from 10-17. Be welcome.


Fundur með hagsmunaaðilum 2022

Boðið var til þakklætisspjalls og kaffi með landeigendum og Selasiglingum í dag. Selasetur Íslands hefur unnið í mörg ár með nokkrum landeigendum á Vatnsnesi og Heggstaðanesi, sem og eiganda Selasiglinga að selarannsóknum. Samstarfið hefur verið farsælt og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Á fundinum var rætt m.a. um áframhaldandi samstarf og komandi rannsóknir á þessu ári. Næsti fundur verður boðaður í byrjun næsta árs, þar sem m.a. verður farið yfir helstu rannsóknarniðurstöður af rannsóknum á þeirra svæði. Takk fyrir okkur.

Lengri opnunartímar á Selasetrinu

Frá og með föstudeginum 1. apríl verðum við með opið virka daga
frá 12 – 16. Hlökkum til að taka á móti ykkur.

#selasetur #sealcenter #selaslod #thesealcircle #northiceland #visithunathing #arcticcoastway #nordurstrandaleid