Vetraropnun Selaseturs

Vetur er að ganga í garð og því ekki úr vegi að minna á vetrarþjónustu hjá Selasetrinu. Fyrst um sinn verður opið alla virka daga í vetur frá 10-17 og svo frá 11-15.

Ferðaþjónustuaðilar, skólastofnanir og aðrir sem eru á ferðinni með hópa utan auglýsts afgreiðslutíma geta haft samband við Selasetrið (451 2345 eða info@selasetur.is) og munum við þá gera hvað við getum til að taka á móti þeim. Móttaka um helgar er möguleg ef fyrirspurn berst með góðum fyrirvara.