Opið hús í Selasetrinu

Opið hús verður í Selasetrinu n.k. laugardag, 16. nóvember kl 12-16.

Við það tilefni efnum við til rýmingarsölu og bjóðum allar vörur með myndarlegum afslætti áður en við lokum búðinni fyrir veturinn. Gott tækifæri til að gera góð kaup og jafnvel versla nokkrar jólagjafir. Vörur frá Cintamani, gjafavara frá Bility, JG design, vandaðar Íslandsbækur og margt
fleira. Lítið við og gerið góð kaup.

Frítt inn í safnið eins og ávallt fyrir heimamenn. Einnig verðum við með veglegt kaffihlaðborð á kr 1500,- pr mann (750,-  fyrir börn 6-12 ára).

Hlökkum til að sjá ykkur

Starfsfólk Selaseturs