Góð aðsókn það sem af er ári – yfir 19 þúsund gestir

Mjög góð aðsókn hefur verið á Selasetri Íslands það sem af er ári og hafa yfir 19 þúsund gestir heimsótt okkur nú þegar. Það er því óhætt að segja að Selasetrið sem og nýja Rostunga sýningin hafa vakið verðskuldaða athygli innlendra sem erlendra ferðamanna þetta árið.

Alls hafa einstaklingar frá 58 þjóðum heimsótt okkur frá öllum heimsálfum. Flestir gestana hafa komið frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Íslandi og Frakklandi.

Skapaðu minningar á Selasetri Íslands 😊🦭💙

– – – – – – – – – –
#selasetur #sealcenter #selaslod #thesealcircle #northiceland #visithunathing #arcticcoastway #nordurstrandaleid