Skýrsla um íbúakönnunina 2022 í Húnaþingi vestra er komin út

Út er komin ráðgjafaskýrsla sem unnin er úr íbúakönnun í Húnaþingi vestra, sumarið 2022. Selasetur Íslands stóð fyrir könnun sumarið 2022, til að kynna sér álit samfélagsins á ferðaþjónustu og hvernig hún eigi að þróast á komandi árum.

Það var hún Sarah Walter sumarnemi hjá Selasetrinu sem gerði könnunina núna í sumar undir styrkri handleiðslu Dr. Jessicu Aquino.

Niðurstöður könnunarinnar sýnir m.a. að íbúar Húnaþings vestra hafa jákvæða skoðun á ferðaþjónustu í heild sinni. Meirihluti svarenda er ánægður með ferðaþjónustuna almennt. Þeim finnst ferðaþjónustan hafa bætt gæði líf og skynja sveitarfélagið sem góðan ferðamannastað.

Skýrslan er á ensku og hér má finna link á skýrsluna.