Góð aðsókn hefur verið á Selasetur Íslands í sumar og höfum við fengið fleiri gesti núna um mitt sumarið en allt árið í fyrra. Íslendingar sem og erlendir ferðamenn hafa verið duglegir að heimsækja okkur. Auk þess sem við höfum fengið heimsóknir skólahópa, ferðamannahópa, bæði erlenda sem innlenda.
Spurningarnar um selina inná sýningunni hefur vakið mikla lukku hjá öllum aldurshópum. Grunnsýning er á íslensku, ensku og þýsku.
Í byrjun sumars á 15 ára afmæli Selaseturs hófum við samstarf við Rjómabúið á Erpstöðum og seljum við ís frá þeim til ágúst loka.
Við hvetjum heimamenn sem aðra til þess að gera sér glaðan dag og líta við á Selasetrinu.