Selatalningin mikla – niðurstöður 2021

Alls sáust 718 selir í selatalningunni sem fram fór í ellefta skipti þann 25. júlí síðastliðinn.

Selasetur Íslands vill þakka öllum þeim 58 innlendu og erlendu sjálfboðaliðum sem þátt tóku í talningunni í ár. Í ár fengum við m.a. sjálfboðaliða frá Þýskalandi, Finnlandi, Ísrael, Bandríkjunum, Englandi, Ítalíu, Frakklandi og góðan hóp frá Veraldarvinum.

Markmið talningarinnar er sem fyrr að fylgjast með fjölda og staðsetningu sela á um 107 kílómetra strandlengju Vatnsness og Heggstaðarness á Norðurlandi vestra.

Þau 11 ár sem Selatalningin mikla hefur farið fram hafa sést að meðaltali 757 selir hvert sinn. Árin 2008 og 2009 sáust flestir selir eða yfir 1.000 selir bæði árin en árið 2012 sáust aðeins 422 selir. Í ár sáust alls 718 selir sem er meira en síðustu þrjú síðustu skipti, en þó minna en árlegt meðaltal.