Í vetur mun Selasetur Íslands halda áfram með fyrirlestraröð þar sem fræðimenn úr ýmsum áttum koma og halda fyrirlestra. Við hefjum haustönnina með fyrstu fyrirlestrunum mánudaginn 23. ágúst klukkan 20:00 í Selasetrinu. Í þetta skiptið verða sumar vísindamennirnir okkar með tvo fyrirlestra, en það eru líffræðingarnir Brontë Harris frá Englandi og Laura Redaelli frá Ítalíu. Brontë og Laura hafa unnið á Selarannsóknardeild setursins í sumar við vettvangsrannsóknir og greiningar á selum.
Fyrirlestrarnir verða á ensku. Boðið verður uppá kaffi og konfekt.
Nánar um fyrirlestraröð Selasetursins má finna hér