Fuglavefurinn

Fuglavefurinn

Hverjum langar ekki að vita meira um landfugla, máffugla, sjóflugla, spörfugla, vaðfugla og vatnafugla. Eða bara taka þátt í stuttum leikjum.

Selasetur mælir með þessum góða alhliða fræðsluvef um íslenska fugla sem Menntamálastofnun heldur úti. Hér má finna helstu upplýsingar um fugla Íslands, útlit, rödd, hegðun, búsvæðaval, farhætti, varphætti o.fl. Auk þess sem finna má ýmsan fróðleik um fugla og fuglaskoðun.

Hér er slóðin: fuglavefur.is

Gleðilegt sumar

Ánastaðastapi

Gleðilegt sumar! Við óskum öllum nær og fjar gleðilegs sumars. Þetta verður spennandi sumar hjá okkur á Selasetrinu, því við erum að uppfæra sýninguna okkar og munum halda uppá 15 ára afmæli safnsins, þann 26. júní n.k. Selasetrið mun opna aftur eftir vetrarfrí þann 15. maí, sjáumst!

Á selaslóðum

Á samfélagsmiðlinum Facebook er umræðuhópur um málefni sveitarfélagins Húnaþingi vestra með um þúsund meðlimi í. Þessi hópur kaus um nýtt nafn á þennan nýja ferðamannahringveg. Niðurstaðan var nokkuð afgerandi af þeim sem tóku afstöðu. Niðurstaðan er “Á selaslóðum” og “The seal circle” á ensku.

Á selaslóðum er því nýr ferðamannahringvegur með fræga og áhugaverða áfangastaði: Hamarsrétt með sinni einstöku staðsetningu, Illugastaðir með sinn fræga selaskoðunarstað, hinn fallegi Hvítserkur með sína nálægð við selaskoðunarstað við Ósar, Kolugljúfur sem þykir fallegt og stórbrotið, klettaborgin Borgarvirki sem var nýtt sem varnarvirki á þjóðveldisöld og Hvammstangi sem er helsti selaskoðunarstaður landsins þaðan sem er stutt í látrin.

Selasetur Íslands vill þakka öllum þeim sem tóku þátt hugmyndasamkeppninni og sendu inn tillögur sem og þeim sem tóku þátt í að kjósa um nafnið á samfélagsmiðlinum. Takk öll.

Þúsund sela í útrýmingarhættu drukkna árlega í netum ­veiði­manna

Landselurinn er algengasta selategundin við Ísland og er talsvert af honum Norð-vestanlands. Landselurinn er grár eða brún- eða gulgrá á lit og er stofnstærðin metinn um 9.400 dýr við Íslandsstrendur.

Á vef Fréttablaðsins er greint frá niðurstöðum vísindamanna, en þar koma fram áhyggjur þeirra að mikill fjöldi sela er sagður villast í net veiðimanna hér við land á hverju ári og drukkna þar:

„Selirnir sem veiðast sem meðafli í netin eru almennt ekki nýttir og detta yfirleitt úr netunum áður en þeir eru dregnir um borð,“ segir Sandra M. Granquist, deildarstjóri líffræðirannsóknarsviðs hjá Selasetrinu.

Við höfum áhyggjur af meðafla í grásleppuveiðum, sérstaklega á selum, þar sem stofnarnir eru litlir hjá okkur vegna ofveiði á árum áður,“ segir Guðjón Már Sigurðsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.

Frétt úr Fréttablaðinu, 13. apríl 2021:
https://www.frettabladid.is/frettir/selir-drukkna-i-storum-stil-i-netum-grasleppuveidimanna/

Takk fyrir þátttökuna!

Við hjá Selasetrinu erum full þakklætis fyrir mjög góða þátttöku í hugmyndasamkeppni okkar sem fór af stað þann 16. febrúar. Fjöldi tillagna fór fram úr okkar björtustu vonum en alls bárust okkur 140 tillögur í gegnum FB, heimasíðuna og með tölvupósti.
Nafn á þennan ferðamanna hringveg verður kynnt 10. mars.