Fundur með hagsmunaaðilum 2022

Boðið var til þakklætisspjalls og kaffi með landeigendum og Selasiglingum í dag. Selasetur Íslands hefur unnið í mörg ár með nokkrum landeigendum á Vatnsnesi og Heggstaðanesi, sem og eiganda Selasiglinga að selarannsóknum. Samstarfið hefur verið farsælt og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Á fundinum var rætt m.a. um áframhaldandi samstarf og komandi rannsóknir á þessu ári. Næsti fundur verður boðaður í byrjun næsta árs, þar sem m.a. verður farið yfir helstu rannsóknarniðurstöður af rannsóknum á þeirra svæði. Takk fyrir okkur.

Lengri opnunartímar á Selasetrinu

Frá og með föstudeginum 1. apríl verðum við með opið virka daga
frá 12 – 16. Hlökkum til að taka á móti ykkur.

#selasetur #sealcenter #selaslod #thesealcircle #northiceland #visithunathing #arcticcoastway #nordurstrandaleid

Aðalfundur 2022

Aðalfundur Selaseturs Íslands verður haldinn fimmtudaginn, 28. apríl kl. 17 að Dæli í Víðidal.

Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.

Við vonumst til að sjá sem flesta hluthafa.

Norðurstrandarleið

Selasetur Íslands er hluti af Norðurstrandarleið (e. Arctic Coast Way), sem er nýleg og nyrsta ferðamannaleið Íslands. Leiðin nær yfir 900 km af norðlenskri strandlengju, sex skagar og sex eyjar.

Norðurstrandarleið snýr baki við troðnar slóðir og beinir ferðamönnum inn á hið fáfarna og afskekkta. Ferðamenn sem fara þessa leið, munu kanna norðurströnd Íslands í næsta nágrenni við heimskautsbauginn. Norðurstrandarleið fer um alla strandlengjuna, allt frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri.

Frekari upplýsingar má sjá á www.nordurstrandarleid.is.

Selatalningin mikla 2022

Selatalning mikla - The Great Seal Count
Selatalning mikla – The Great Seal Count

Óskað er eftir sjálfboðaliðum við Selatalninguna miklu

Laugardaginn 30. júlí kl. 13.30 verður Selatalningin mikla haldin á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Við hvetjum alla til að taka þátt, hvort sem þú ert heimamaður, landeigandi eða ferðamaður á ferð þinni um landið. Með þátttöku gefst fólki kostur á að skoða landsel í sínu náttúrulega umhverfi.

Dagskrá dagsins:

Kl. 13:30, er afhending gagna, kynning og þjálfun á Selasetrinu.
Kaffiveitingar í boði fyrir þátttakendur.

Kl. 15:00-19:00, fer selatalningin fram og gott er að hafa með sér sjónauka. Skráning gagna fram á netinu eða með því að skila gögnum á Selasetrið.

Skráning og nánari útfærsla verður auglýst síðar er nær dregur.