Stofnmat og ráðgjöf á landsel 2021

Nýtt mat á stofnsstærð landsels við Ísland og ráðgjöf varðandi veiðar liggja nú fyrir í samstarfsverkefni Selaseturs Íslands og Hafró. Lagt er til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaðar og að gripið verði til frekari aðgerða til að draga úr meðafla landsels við netaveiðar, til að stuðla að því að stofnstærð nái aftur stjórnunarmarkmiðum stjórnvalda. Jafnframt er lagt til að reynt verði að takmarka möguleg truflandi áhrif af athöfnum manna á landsel, sérstaklega yfir maí til ágúst þegar kæping og háraskipti eiga sér stað.

Hlekkur á ráðgjöf.

Ráðgjöf byggir á mati á stærð landselsstofnsins við Ísland sem Hafrannsóknastofnun, í samvinnu við Selasetur Íslands, hefur nýlega lokið vinnu við. Matið byggir á talningum sem fram fóru sumarið 2020.

Hlekkur á tækniskæyrslu ráðgjafar.

Samkvæmt matinu er stofninn um 10,300 dýr sem er 69% færri dýr en árið 1980 þegar fyrstu talningar fóru fram. Matið sýnir um 9% fjölgun í stofninum frá árinu 2018 þegar sambærilegt stofnstærðarmat var síðast unnið. Benda niðurstöður undanfarinna ára til þess að stærð stofnsins sé að sveiflist nálægt sögulegu lágmarki. Samkvæmt stjórnunarmarkmiðum stjórnvalda fyrir landsel við Ísland skal lágmarks stofnstærð vera 12.000 selir. Niðurstöður stofnmatsins sem eru 14% undir þessum markmiðum krefjast því áframhaldandi aðgerða til að ná þeim.

Nánari upplýsingar um talningarnar 2020 eftir svæðum og í samanburði við fyrri ár má lesa í nýrri grein í ritröðinni Haf- og vatnarannsóknir.

Hlekkur á nýútkomna skýrslu um landsel.

Tilkynningin frá Hafrannsóknastofnun.

Selir og áhrif umhverfisbreytinga

Fyrir nokkru gaf Hafrannsónarstofnun út stóra skýrslu að nafni „Staða umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland og horfur næstu áratuga“. Skýrslan er samantekt um stöðu vistkerfa og áhrif umhverfis- og loftlagsbreytinga. Í skýrslunni er að finna kafla um stöðu selastofna við Ísland og áhrif umhverfisbreytinga sem er eftir Söndru Granquist, deildarstjóri Selarannsóknardeildar Selaseturs og selasérfræðingur Hafrannsóknastofnunnar. Kaflinn um seli hefst á bls. 100.

Hér er hlekkurinn:

https://www.hafogvatn.is/static/research/files/hv2021-14.pdf

Fyrirlestur eftir Zoë Drion – 7. okt. 2021 – kl. 20:00

Fyrirlesturinn verður á ensku og snýrst hann um rauðrefastofninn í Hautes Fagnes Þjóðgarðinn. En þar hefur refurinn áhrif á einkennandi fuglategundina black grouse (Lyrurus tetrix). Til þess að auka þekkingu um rauðrefa, vann Zoë meistaraverkefni þar sem hún notaði sjálfvirkar myndavélar til að safna gögn um rauðrefastofninn eins og hann er í dag og bar þau gögn saman við söguleg gögn söfnuð fyrir 1990.

Nánari upplýsingar hér.

Nýr bókarkafli hjá ferðamáladeild

Jessica Aquino lektor og Georgette Leah Burns fyrrum deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum hafa fengið birtan bókarkafla sem ber heitið „Creative Tourism: The Path to a Resilient Rural Icelandic Community“. Þar fjalla þær um það með hvaða hætti áfangastaðir ferðamanna þar sem sköpun er í fyrirrúmi geta bætt búsetuskilyrði og efnahag á dreifbýlum svæðum. Húnaþing vestra og hugmyndafræðin á bak við Selasetur Íslands er notuð sem raundæmi í rannsókninni. Horft er til þess hvernig uppbygging á skapandi ferðaþjónustu hefur verið notuð til að efla seiglu í hinu fámenna samfélagi í Húnaþingi vestra. Einnig er rýnt í það hvernig seigla samfélaga getur þróast í gegnum stuðning við sjálfbæra þróun menningar.

Sjá nánar:

Aquino, J. F., & Burns, G. L. (2021). Creative Tourism: The Path to a Resilient Rural Icelandic Community. In Creative Tourism in Smaller Communities: Place, Culture, and Local Representation. Calgary: University of Calgary Press. Retrieved from http://hdl.handle.net/1880/113280