Áhrif selaskoðunar á útbreiðslu og hegðun landsela

Nýlega birtust tvær vísindagreinar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum. Fyrsti höfundur beggja greinanna er Sandra M. Granquist, deildarstjóri líffræðirannsóknasviðs Selasetursins og er þar greint frá rannsóknum sem hún stýrir á  samspili landsela og ferðamanna á Vatnsnesi á Norðurlandi vestra.

Náttúrutengd ferðaþjónusta er ört vaxandi grein innan ferðamálaiðnaðarins. Mikilvægt er að stuðla að jafnvægi á milli náttúruverndunnar og rétts ferðamanna og hagsmunaaðila til að nýta náttúruna sem auðlind. Fyrsta greinin, sem heitir The effect of land based seal watching tourism on the haul-out behaviour of harbour seals (Phoca vitulina) in Iceland birtist í Applied Animal Behaviour Science og er meðhöfundur Söndru þar Hrefna Sigurjónsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands. Í rannsókn þeirra var áhrif selskoðunar á hegðun og útbreiðslu landsela könnuð. Hegðun ferðamanna á meðan á selaskoðun stendur var einnig könnuð. Niðurstöður sýna að truflun vegna viðveru ferðamanna leiddi af sér aukna árvekni sela og hafði áhrif á útbreiðslu þeirra. Í ljós kom einnig að hegðun ferðamanna skiptir máli og hægt er að draga úr truflun sem selurinn verður fyrir ef ferðamenn haga sér rólega á selskoðunarstaðnum. Gerð ferðamannahópa (stakir ferðamenn, pör, fjölskyldur og hópar) hafði áhrif á hegðun, en stakir ferðamenn og pör voru rólegri heldur en fjölskyldur og hópar. Í greininni er lagt til að hægt sé að lágmarka áhrif ferðamennsku með notkun hegðunarreglna (sk. Code of conducts), þar sem æskileg hegðun í návíst villtra dýra sé útskýrð. Greinina má finna hér: http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0168159114001075

Erfiðleikar við yfirfærslu kunnáttu frá akademíu til ferðamannaiðnaðar, ásamt skorti á þverfaglegu samstafi þegar kemur að því stjórna náttúrutengdri ferðaþjónustu, gæti haft óbein truflandi áhrif á villt dýr. Í vísindagrein sem birtist í lok síðasta árs í vísindaritinu Journal for Cleaner Production, sem heitir Who´s watching who? -An interdisciplinary approach to studying seal watching tourism in Icelander fjallað um samstarf á milli líffræðinga og ferðamálafræðinga, ávinninginn af þverfaglegum rannsóknum og mikilvægi þess að taka tillit til rannsóknarniðurstaðna beggja greinanna þegar kemur að stjórn á ferðamennsku tengdri villtum dýrum. Aðferð er kynnt, þar sem hagnýting og vörn villtrar náttúru skipar jafn mikilvægan sess, þegar markmiðið er að skapa sjálfbært samspil á milli ferðamannaiðnaðar og villtrar náttúru. Meðhöfundur Söndru er Per-Åke Nilsson sem starfar við Mitt Universitetet í Östersund, Svíþjóð. Greinina má finna hér:  http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0959652614012645