Styrkur frá sænsku Vísindaakademíunni

Sandra Granquist, sameignlegur starfsmaður Selasetur Íslands og Veiðimálastofnunnar og deildarstjóri hjá Selasetri íslands, hlaut á dögunum styrk frá Kunglina Vetenskaps Akademien (the Royal Swedish Academy of Science) í Svíþjóð til áframhaldandi rannsókna á fæðuval landsela. Markmið verkefnis sem styrkt var er að áætla mikilvægi laxfiska í fæðu landsela með því að nota stöðugar samsætur (stable isotopes). Sú rannsóknaraðferð hefur m.a. nýtist vel innan fornleifafræðarinnar. Greining á stöðugum samsætum getur gefið vísbendingar um hvar í fæðukeðjunni landselurinn er staðsettur miðað við aðrar sjávartegundir, ásamt því að gefa vísbendingar um hlutfall fæðu selanna sem kemur úr ferskvatni og sjó.

Sandra Granquist