Þúsund sela í útrýmingarhættu drukkna árlega í netum ­veiði­manna

Landselurinn er algengasta selategundin við Ísland og er talsvert af honum Norð-vestanlands. Landselurinn er grár eða brún- eða gulgrá á lit og er stofnstærðin metinn um 9.400 dýr við Íslandsstrendur.

Á vef Fréttablaðsins er greint frá niðurstöðum vísindamanna, en þar koma fram áhyggjur þeirra að mikill fjöldi sela er sagður villast í net veiðimanna hér við land á hverju ári og drukkna þar:

„Selirnir sem veiðast sem meðafli í netin eru almennt ekki nýttir og detta yfirleitt úr netunum áður en þeir eru dregnir um borð,“ segir Sandra M. Granquist, deildarstjóri líffræðirannsóknarsviðs hjá Selasetrinu.

Við höfum áhyggjur af meðafla í grásleppuveiðum, sérstaklega á selum, þar sem stofnarnir eru litlir hjá okkur vegna ofveiði á árum áður,“ segir Guðjón Már Sigurðsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.

Frétt úr Fréttablaðinu, 13. apríl 2021:
https://www.frettabladid.is/frettir/selir-drukkna-i-storum-stil-i-netum-grasleppuveidimanna/