Sérfræðingar Selaseturs á Landsýn

Landsýn – vísindaþing Landbúnaðarins var haldið á Hvanneyri 7. mars sl. Alls sóttu þingið um 140 manns og þótti það takast vel. Haldin voru 30 erindi í fjórum málstofum. Sérfræðingar Selasetursins þær Sandra Granquist og Leah Burns héldu báðar erindi á þinginu. Erindi Söndru fjallaði um áhrif ferðamanna á útbreiðslu og hegðun sela á Vatnsnesi en erindi Leuh fjallaði um Animals as Tourism Objects: Ethically refocusing the relationships between tourists and wildlife.

Hér má finna nánari upplýsingar um Landsýn.