Hugmyndafundur fyrir íbúa Húnaþings vestra

Nú stendur yfir mótun framtíðarsýnar Selasetursins til næstu 5-10 ára. Við bjóðum íbúum Húnaþings vestra sem hafa góðar hugmyndir um starfsemi Selasetursins til hugmyndafundar mánudagskvöldið 10. mars kl 20 í Selasetrinu.

Við hvetjum alla sem hafa hugmyndir sem varða Selasetrið og vilja hafa áhrif á mótun framtíðarsýnar þess að kíkja við.

Léttar veitingar í boði.