Selasetrið á Þjóðarspegli Háskólans

Selasetrið á fulltrúa á Þjóðarspeglinum, árlegri ráðstefnu í félagsvísindum í Háskóla Íslands þann 31. október 2014

Georgette Leah Burns deildarstjóri ferðamálarannsóknasviðs heldur erindi um stjórnun ferðaþjónustu í tengslum við villt dýr og hvernig hægt er að hafa áhrif á þróun slíkrar ferðaþjónustu með þeim hætti að ferðamenn fái að upplifa villt dýralíf á sama tíma og áhrif ferðmennsku á líf dýranna er lágmarkað. Hún segir m.a. frá viðmiðum sem notuð hafa verið við stjórnun slíkrar ferðamennsku í heimalandi hennar, Ástralíu, og hvernig hægt er að nýta sambærileg viðmið við íslenskar aðstæður.

Leah, Sarah Marschall meistaranem og Sandra M. Granquist deildarstjóri líffræðirannsóknasviðs Selasetursins kynna eiga einnig veggspjald á ráðstefnunni. Á því er einnig fjallað einnig tengsl villtra dýra og ferðamennsku. Greint er frá mismunandi leiðum til að fræða ferðamenn um umgengni við dýralífið og áhrif þessarar miðlunar á hegðun ferðamanna.