Fuglastígur á Norðurlandi vestra

Selasetur Íslands tók í byrjun árs að sér verkefnastjórn í verkefninu Fuglastígur á Norðurlandi vestra. Markmið  verkefnisins er að undirbúa uppbyggingu fuglaskoðunarstígs á Norðurlandi vestra þar sem ferðamönnum er auðveldað aðgengi að hinum ýmsu fuglaskoðunarstöðum víðs vegar um landshlutann.  Verkefnið er samstarfsverkefni Selasetursins, Ferðamálafélags V-Hún, Ferðamálafélags A-Hún, Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði, Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum og Náttúrustofu Norðurlands vestra. 

Verkefnið hlaut styrk frá Vaxtarsamningi Norðurlands Vestra.

Verkefnið hófst formlega í lok árs 2013 og verður fyrsta áfanga lokið í árslok 2014.