Kvikmyndataka í Selasetrinu

Nú stendur yfir kvikmyndataka í Selasetrinu. Verið er að taka upp stuttmyndina “Sealskin” sem er byggð á þjóðsögunni um selshaminn. Sú sem gerir myndina er Shilpa Munikempanna. Hún lærði kvikmyndagerð við London Film Academy. Myndir hennar snúast um sögur af persónulegum feralögum einstaklinga sem fastir eru í ákveðnum aðstæðum og reyna að takast á við aðstæðurnar eftir fremsta megni. Frumraun hennar í stuttmyndagerð ‘Kaveri’ eða ‘Svefn’ sem hún skrifaði og leikstýrði hefur verið sýnd á fjölda alþjóðlegra kvikmyndahátíða. Hún dvelur nú í listamiðstöðinni Nes á Skagaströnd.