Meistaranemi á Selasetrinu
Sérfræðingar Selaseturs frá oft beiðnir um að leiðbeina nemendum við gerð lokaverkefna. Þessa dagana er Sarah Marschall, meistaranemi frá Háskólasetri Vestfjarða að vinna verkefni undir leiðsögn Söndru Granquist deildarstjóra líffræðirannsóknasviðs og Leah Burns deildarstjóra ferðamálarannsóknasviðs. Verkefni Söruh nær yfir hvernig best er að koma skilaboðum til ferðamanna varðandi hvernig á að haga sér í kringum villt dýr, til að lágmarka neikvæð áhrif.
Sarah Marschall (tv) ásamt Valerie sjálfboðaliða á Selasetrinu en hún aðstoðar Söruh í ágúst við vinnu á vettvangi.
Umfjöllun um Selasetrið í Morgunblaðinu
Á dögunum var umfjöllun um rannsóknir sérfræðinga Selasetrursins í Morgunblaðinu.
Sjálfboðaliðar á Selasetrinu í sumar
Á Selasetrinu hafa í sumar starfað hjá okkur tveir sjálfboðaliðar, annar dýralæknir frá Þýskalandi og hinn dýralæknanemi frá Frakklandi. Þær hafa aðallega aðstoðað Söndru Granquist, deildarstjóra líffræðirannsóknasviðs, á rannsóknarstofu Selasetursins við að undirbúa sýni o.fl. Það er ómetanlegt fyrir starfsemi Selasetursins að hafa tæifæri til að fá sjálfboðaliða til starfa og færum við þeim bestu þakkir fyrir.
Valerie Scoll dýralæknanemi frá Frakklandi að störfum á
rannsóknarstofu Selasetursins.
Fuglastígur á Norðurlandi vestra
Undanfarnar vikur hefur Selasetrið leitt verkefni um gerð fuglastígs á Norðurlandi vestra fyrir hönd Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra. Ellen Magnúsdóttir líffræðingur var ráðin til verksins og hefur frá því í byrjun júní skoðað vænlega fuglaskoðunarstaði í landshlutanum og kortlagt tegundir á hverjum stað. Verki hennar er við það að ljúka og í framhaldinu mun verða gert kort af stöðunum ásamt því að sett verður upp heimasíða fyrir stíginn. Verkefnið er liður í eflingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu á svæðinu.
Ellen Magnúsdóttir
Verkefnið er styrkt af: