Verk sérfræðinga Selasetusins fara víða. Á vefsíðu Conservation Magazine var nýverið fjallað ítarlega um rannsóknir Söndru Granquist deildarstjóra líffræðinrannsóknarsviðs Selasetursins og Hrefnu Sigurjónsdóttur á áhrifum ferðamanna á seli.
Selatalningar úr lofti

.jpg)

Meistaranemi á Selasetrinu
Sérfræðingar Selaseturs frá oft beiðnir um að leiðbeina nemendum við gerð lokaverkefna. Þessa dagana er Sarah Marschall, meistaranemi frá Háskólasetri Vestfjarða að vinna verkefni undir leiðsögn Söndru Granquist deildarstjóra líffræðirannsóknasviðs og Leah Burns deildarstjóra ferðamálarannsóknasviðs. Verkefni Söruh nær yfir hvernig best er að koma skilaboðum til ferðamanna varðandi hvernig á að haga sér í kringum villt dýr, til að lágmarka neikvæð áhrif.
Sarah Marschall (tv) ásamt Valerie sjálfboðaliða á Selasetrinu en hún aðstoðar Söruh í ágúst við vinnu á vettvangi.
Umfjöllun um Selasetrið í Morgunblaðinu
Á dögunum var umfjöllun um rannsóknir sérfræðinga Selasetrursins í Morgunblaðinu.
Sjálfboðaliðar á Selasetrinu í sumar
Á Selasetrinu hafa í sumar starfað hjá okkur tveir sjálfboðaliðar, annar dýralæknir frá Þýskalandi og hinn dýralæknanemi frá Frakklandi. Þær hafa aðallega aðstoðað Söndru Granquist, deildarstjóra líffræðirannsóknasviðs, á rannsóknarstofu Selasetursins við að undirbúa sýni o.fl. Það er ómetanlegt fyrir starfsemi Selasetursins að hafa tæifæri til að fá sjálfboðaliða til starfa og færum við þeim bestu þakkir fyrir.
Valerie Scoll dýralæknanemi frá Frakklandi að störfum á
rannsóknarstofu Selasetursins.