Góðir gestir á Selasetrinu

Á dögunum fengum við á Selasetrinu góða gesti frá Sviþjóð. Olle Karlsson frá Naturhistoriska riksmuséet og Kalle Lundström frá SLU komu til að funda með Söndru Granquist deildarstjóra líffræðirannsóknarsviðs Selasetursins. 

Þau ræddu sérfræðingarnir um hvernig efla mætti samstarfið á milli þessara stofnana og mögulegt framtíðarsamstarf. Það er afar mikilvægt fyrir sérfræðinga Selasetursins að vera í góðum tengslum við sérfræðinga erlendis til að fá hugmyndir og deila þekkingu.

Þeim félögum er þakkað fyrir komuna.

Sérfræðingarnir skelltu sér í mat á Sjávarborg, nýopnuðum veitingastað á efri hæð Selasetursins. 
Frá vinstri Olle Karlsson, Sandra Granquist og Kalle Lundström.

 

Opið um páskana

Um páskana verður opið sem hér segir á Selasetrinu:

Skírdag, fimmtudaginn 2. apríl  12:00-15:00
Laugardaginn 4. apríl 12:00-15:00
Annan í páskum, mánudaginn 6. apríl 12:00-15:00

Verið velkomin

Heimsókn til Noregs

Deildarstjóri Ferðamálarannsóknasviðs Selasetursins, Dr. Leah Burns, heimsótti Háskólann í Þelamörk í Noregi í síðustu viku á vegum Erasmus verkefnisins. Dr. Burns kenndi námskeið um náttúrutengda ferðamennsku og stjórnun gesta á verndarsvæðum. Hún hélt einnig almennan fyrirlestur sem bar yfirskriftina “From Dingoes to Seals: Exploring the Ethics of Managing Wildlife Tourism”.

Nýútkomin bók um sjálfbærni í ferðamennsku

Út er komin bókin The Routledge Handbook of Tourism and Sustainability. Bókin er hugsuð fyrir nemendur og fræðimenn sem áhuga hafa á sjálfbærni í ferðamennsku og hvernig ferðamenn geta stuðlað að sjálfbærni. 

Dr. Leah Burns deildarstjóri ferðamálarannsóknasviðs Selasetursins skrifar kafla í bókinni sem ber heitið Siðfræði í ferðamennsku.

Nánari upplýsingar um bókina má finna hér: http://www.routledge.com/books/details/9780415662482/ 

 

Dr. Leah Burns, deildarstjóri ferðamálarannsóknarsviðs.

Niðurstöður landselstalninga 2014

Út er komin skýrsla með niðurstöðum talninga á landsel út lofti árið 2014.

Framkvæmd talninganna

Landselir (Phoca vitulina) voru taldir í nokkrum helstu landselslátrum á Íslandi í júlí, ágúst og september 2014; á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Samanburður var gerður með því að telja úr Cessna yfirþekjuflugvél á hefðbundinn hátt og með því að telja á myndum teknum úr ómönnuðu loftfari (flygildi). Einnig var flogið yfir Vatnsnes með þyrilvængju Landhelgisgæslunar og landselir taldir af stafrænum myndum sem teknar voru úr þyrlunni. Samanburður á hefðbundnum talningum úr flugvél og talningum úr flygildi leiða í ljós að lítil munur sé á marktækni talningargagnna, en aftur á móti teljum við öryggi talningarmanna vera meira við nokun flygilda samaborið við notkun Cessnuflugvélar. Ljóst er þó að notkun flygilda er mun tímafrekari og Cessna yfirtekju flugvél kemst yfir stærri talningarsvæði á styttra tíma. Þess vegna er líklega ekki sparnaður við notkun flygildi.

Helstu niðurstöður

Samanborið við niðurstöður talninganna 2011 þegar stofnstærðarmat var gert, er fjöldi landsela í þeim látrum sem skoðuð voru nú (2014) yfirleitt mun minni. Þrátt fyrir síminnkandi veiðar landsela á þessum sem öðrum svæðum á Íslandi benda þessar niðurstöður til þess að landselsstofninn hafi fækkað um 30% árlega á tímabilinu 2011 – 2014, en 2011 var stofnin metin til 11-12.000 dýr. Gæta skal að því, að til þess að hægt verði að segja til um ástand landselsstofnsins í heild á Íslandi verður að telja oftar en einu sinni í hverju látri og fara yfir alla ströndina eða svo gott sem. Í ár var þessi kostur hinsvegar ekki inni í myndinni vegna skorts á fjármagni. Þar sem vísbendingar eru um það að landselsstofninn hafi minnkað mikið og sé nú langt undir viðmiðunarmörkum sem miða við stofnstærð ársins 2006 er mikilvægt að meta stofnstærð hans árið 2015, en þá eru liðin 4 ár frá síðustu sambærilegu talningu.

Verkefnið var styrkt af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og unnið í samstarfi Veiðimálastofnunar, Selaseturs Íslands, Varar sjávarrannsóknarseturs og Svarma ehf.

Hér má finna heildarskýrslu yfir talningarnar