“Vísindi og grautur”

Háskólinn á Hólum býður reglulega upp á opna fyrirlestra með hinum ýmsu fræðimönnum undir heitinu Vísindi og grautur. 19. mars hélt Sandra Granquist deildarstjóri líffræðirannsóknasviðs Selasetursins fyrirlestur í þessari áhugaverðu fyrirlestraröð sem bar yfirskriftina Þverfaglegar rannsóknir á náttúrulífsferðamennsku: Jafnvægi verndunar íslenskra sela og hagnýtingar þeirra við selaskoðun.

 

Sandra Granquist

Góðir gestir á Selasetrinu

Á dögunum fengum við á Selasetrinu góða gesti frá Sviþjóð. Olle Karlsson frá Naturhistoriska riksmuséet og Kalle Lundström frá SLU komu til að funda með Söndru Granquist deildarstjóra líffræðirannsóknarsviðs Selasetursins. 

Þau ræddu sérfræðingarnir um hvernig efla mætti samstarfið á milli þessara stofnana og mögulegt framtíðarsamstarf. Það er afar mikilvægt fyrir sérfræðinga Selasetursins að vera í góðum tengslum við sérfræðinga erlendis til að fá hugmyndir og deila þekkingu.

Þeim félögum er þakkað fyrir komuna.

Sérfræðingarnir skelltu sér í mat á Sjávarborg, nýopnuðum veitingastað á efri hæð Selasetursins. 
Frá vinstri Olle Karlsson, Sandra Granquist og Kalle Lundström.

 

Opið um páskana

Um páskana verður opið sem hér segir á Selasetrinu:

Skírdag, fimmtudaginn 2. apríl  12:00-15:00
Laugardaginn 4. apríl 12:00-15:00
Annan í páskum, mánudaginn 6. apríl 12:00-15:00

Verið velkomin

Heimsókn til Noregs

Deildarstjóri Ferðamálarannsóknasviðs Selasetursins, Dr. Leah Burns, heimsótti Háskólann í Þelamörk í Noregi í síðustu viku á vegum Erasmus verkefnisins. Dr. Burns kenndi námskeið um náttúrutengda ferðamennsku og stjórnun gesta á verndarsvæðum. Hún hélt einnig almennan fyrirlestur sem bar yfirskriftina “From Dingoes to Seals: Exploring the Ethics of Managing Wildlife Tourism”.

Nýútkomin bók um sjálfbærni í ferðamennsku

Út er komin bókin The Routledge Handbook of Tourism and Sustainability. Bókin er hugsuð fyrir nemendur og fræðimenn sem áhuga hafa á sjálfbærni í ferðamennsku og hvernig ferðamenn geta stuðlað að sjálfbærni. 

Dr. Leah Burns deildarstjóri ferðamálarannsóknasviðs Selasetursins skrifar kafla í bókinni sem ber heitið Siðfræði í ferðamennsku.

Nánari upplýsingar um bókina má finna hér: http://www.routledge.com/books/details/9780415662482/ 

 

Dr. Leah Burns, deildarstjóri ferðamálarannsóknarsviðs.