Góðir gestir í Selasetrinu

3. og 4. bekkir Grunnskóla Húnaþings vestra komu í heimsókn í Selasetrið í morgun í tengslum við verkefnið Menningarlegt gildi sela. Verkefnið er samstarfsverkefni Selasetursins og Grunnskólans og er stutt af Menningarráði Norðurlands vestra.

Krakkarnir fengu fræðslu um seli og menningarlegt gildi þeirra og skoðuðu safnið í krók og kima.  Þau munu svo halda áfram að fræðast um seli þegar í skólann er komið, vinna úr upplýsingunum og semja brúðuleikrit.

Fátt er skemmtilegra að fá í heimsókn líflega og skemmtilega krakka eins og þennan hóp sem var skólanum sínum til sóma. 

Takk fyrir komuna krakkar og verið velkomin aftur!

Kvikmyndataka í Selasetrinu

Nú stendur yfir kvikmyndataka í Selasetrinu. Verið er að taka upp stuttmyndina “Sealskin” sem er byggð á þjóðsögunni um selshaminn. Sú sem gerir myndina er Shilpa Munikempanna. Hún lærði kvikmyndagerð við London Film Academy. Myndir hennar snúast um sögur af persónulegum feralögum einstaklinga sem fastir eru í ákveðnum aðstæðum og reyna að takast á við aðstæðurnar eftir fremsta megni. Frumraun hennar í stuttmyndagerð ‘Kaveri’ eða ‘Svefn’ sem hún skrifaði og leikstýrði hefur verið sýnd á fjölda alþjóðlegra kvikmyndahátíða. Hún dvelur nú í listamiðstöðinni Nes á Skagaströnd. 

Fuglastígur á Norðurlandi vestra

Selasetur Íslands tók í byrjun árs að sér verkefnastjórn í verkefninu Fuglastígur á Norðurlandi vestra. Markmið  verkefnisins er að undirbúa uppbyggingu fuglaskoðunarstígs á Norðurlandi vestra þar sem ferðamönnum er auðveldað aðgengi að hinum ýmsu fuglaskoðunarstöðum víðs vegar um landshlutann.  Verkefnið er samstarfsverkefni Selasetursins, Ferðamálafélags V-Hún, Ferðamálafélags A-Hún, Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði, Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum og Náttúrustofu Norðurlands vestra. 

Verkefnið hlaut styrk frá Vaxtarsamningi Norðurlands Vestra.

Verkefnið hófst formlega í lok árs 2013 og verður fyrsta áfanga lokið í árslok 2014.

Sandra Granquist kynnir niðurstöður rannsókna á Oikos 2014

Sandra Granquist selasérfræðingur á Selasetri Íslands mun kynna nýjustu niðurstöður rannsókna okkarSandra á áhrifum ferðamanna á seli á Oikos ráðstefnunni sem haldin verður í Naturhistoriska rikismuséet í Stokkhólmi í Svíþjóð 3.-5. febrúar 2014. 

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér.

Vinningshafi í happadrætti á Mannamóti 2014

Á Mannamóti markaðstofanna sem haldið var 23. janúar sameinuðust Selasetur Íslands, Selasigling og Kidka prjónastofa um glæsilegt happdrætti. Þeir sem settu nafnspjaldið sitt í pott gátu átt von á að vinna veglegan vinning.

Dregið hefur verið úr pottinum og var það Ágústa J. Jóhannesdóttir sem hreppir glæsilegan vinning:

  • Siglingu með Selasiglingu fyrir tvo. www.sealwatching.is
  • Aðgang fyrir tvo í Selasetur Íslands ásamt kaffi og kökusneið.
  • 15 þús króna vöruúttekt hjá Kidka prjónastofu, stærstu prjónastofu landsins. www.kidka.com

Ágústa fær gjafabréfin send í pósti.

Við óskum Ágústu til hamingju með vinninginn og þökkum öllum sem tóku þátt fyrir komuna á svæði Húnaþings vestra á Mannamóti 2014.

 

 

Menningarlegt gildi sela – verkefni fyrir grunnskólanema

Með styrk frá  Menningarráði Norðurlands vestra hafa Selasetur Íslands og Grunnskóli Húnaþings vestra sameinast um spennandi verkefni sem miðar að því að kynna nemendum á 3 og 4 ári í grunnskólanum menningarlegt gildi sela. Lokaafurð verkefnisins verður brúðuleikhús um efnið sem nemdendur vinna sjálfir í kjölfar heimsóknar í Selasetrið.

Verkefnið verður unnið á vorönn 2014 og Dr. Leah Burns er verkefnisstjóri fyrir hönd Selasetursins. 

 

Sandra Granquist heldur erindi á ETOUR

Sandra Granquist sem stýrir líffræðirannsóknasviði Selasetursins hélt erindi í The European Tourism Research Institute (ETOUR) við Mid Sweden University í  Östersund í Svíþjóð á dögunum.  Erindið bar heitið “Balancing use and protection of wildlife – An interdisciplinary approach for biology and tourism research” og fjallaði um þverfaglegar rannsóknir sem Sandra hefur staðið fyrir á Selasetrinu ásamt Per-Åke Nilsson, fyrrum deildarstjóra ferðamálarannsóknasviðs Selasetursins. Rannsóknin fjallar um mikilvægi þess að samþætta niðurstöður vistfræðirannsókna og ferðamálarannsókna í náttúrutengdri ferðaþjónustu. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Söndru en í nóvember s.l. varði hún Licentate Thesis í tengslum við nám sitt við Stokkhólmsháskóla í Svíþjóð.

Ný upplýsingasíða opnuð

Á aðalfundi ferðamálafélags V-Húnavatnssýslu í gær var opnuð ný og glæsileg heimasíða svæðisins. Á síðunni er að finna margvíslegar upplýsingar fyrir ferðamenn, um afþreyingu, áhugaverða staði, gistingu, veitingar o.m.fl. Á síðunni er einnig að finna fréttaveitu með upplýsingum um það helsta markvert á svæðinu auk atburða á döfinni. Einnig er umfjöllun um fyrirtæki mánaðarins úr hópi fyrirtækja á svæðinu.

www.visithunathing.is