Selasetur Íslands hlýtur styrk úr Uppbyggingarsjóði fyrir árið 2022

#selasetur #ssnv #landsbyggdarfyrirtaeki

Selasetur Íslands hefur notið góðs af styrkjum úr Sóknaráætlun Norðurlands vestra í mörg ár.

Selasetrið fékk nýverið styrk/stuðning fyrir árið 2022 úr Uppbyggingarsjóði í flokki „Stofn og rekstrarstyrkja“. Stofn- og rekstrarstyrkir eru veittir til safna, setra og listamiðstöðva á sviði menningarmála, séu stofnanir, opinber hlutafélög og samtök í meirihlutaeigu ríkis eða sveitarfélaga ekki leiðandi aðilar í rekstrinum. Svona styrkir skipta miklu máli fyrir Selasetrið og starfsemi þess.

Selasetrið þakkar kærlega fyrir sig og lítur björtum augum á starfsárið 2022.

Nánar má lesa um styrki Uppbyggingarsjóðs á vefsíðu SSNV.