Norðurstrandarleið

Selasetur Íslands er hluti af Norðurstrandarleið (e. Arctic Coast Way), sem er nýleg og nyrsta ferðamannaleið Íslands. Leiðin nær yfir 900 km af norðlenskri strandlengju, sex skagar og sex eyjar.

Norðurstrandarleið snýr baki við troðnar slóðir og beinir ferðamönnum inn á hið fáfarna og afskekkta. Ferðamenn sem fara þessa leið, munu kanna norðurströnd Íslands í næsta nágrenni við heimskautsbauginn. Norðurstrandarleið fer um alla strandlengjuna, allt frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri.

Frekari upplýsingar má sjá á www.nordurstrandarleid.is.