NAMMCO ráðstefna

Sandra Granquist fór á vísindaráðstefnuna Impacts of Human Disturbance on Arctic Marine Mammals sem haldin var á vegum NAMMCO 13-15. október í Kaupmannahöfn. Þar hélt hún erindi sem bar nafnið “Effects of wildlife watching tourism on Arctic marine mammals, with a special note on harbour seal watching in Iceland”. Sandra og hennar teymi hafa siðastliðin ár staðið fyrir umfangsmiklum rannsóknum á áhrifum ferðamennsku á villt dýr, og fjallaði fyrirlesturinn m.a. um niðurstöður þeirra rannsókna.

Ráðstefnan Nordic Symposium

 24. ráðstefnan sem kallast Nordic Symposium in Tourism and Hospitality var haldin í Reykjavík 1.-3. október.

Dr Leah Burns, deildarstjóri ferðamálarannsóknasviðs Selaseturs Íslands, var í skipulagsnefnd ráðstefnunnar. Dr Burns hélt fyrirlestur ásamt Söndru Granquist, deildarstjóra líffræðirannsóknasviðs, sem kallaðist “Responsibly Engaging with Animals in Tourism”.

Báðar kynntu þær ritverk. Titlarnir voru:

 1. Codes of conduct for seal watching: An investigation of guidelines for human behaviour 

Höfundar: Elin Lilja Öqvist, Sandra Granquist, Georgette Leah Burns og Anders Angerbjörn 

 2. Interpretation in wildlife tourism: Assessing the effectiveness of signage to modify visitor behaviour at a seal watching site in Iceland 

Höfundar: Sarah Marschall, Sandra Granquist og Georgette Leah Burns

Opnunartímar

 

Gestakomur meira en tvöfölduðust í október, og þess vegna verðum við með opið þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga, frá 12 til 15, í nóvember.

Utan þessra tíma er opið samkvæmt samkomulagi.

Meistaranemar á Selasetrinu

Tveir meistaranemar vinna nú meistaraverkefni sín á Selasetri Íslands.

Georgia Clack er meistaranemi í strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði og vinnur meistaraverkefnið sitt hjá Selasetri Íslands. Markmið rannsóknarverkefnis hennar er tvennskonar. Í fyrsta lagi er hún að rannsaka útbreiðslu landsela á Íslandi og gera forkönnun á nýjum aðferðum til að draga úr kostnað við selatalningar. Í öðru lagi er hún að rannsaka áhrif selskoðunarbáts á hegðun landsela. Leiðbeinandi hennar er Sandra Granquist.

Elin Lilja Öqvist er meistaranemi í vistfræði við Stokkhólmsháskóla og vinnur meistaraverkefnið sitt hjá Selasetrinu. Rannsóknarverkefni hennar snýst um sjávarspendýr og er hún m.a. að gera skoðanakönnun meðal ferðamanna sem fara í selaskoðunarsferðir frá Hvammstanga og hvalaskoðunarferðir frá Húsavík varðandi viðhorf þeirra gagnvart velferð villtra dýra. Leiðbeinandi hennar er Sandra Granquist.

Georgia Clack

Georgia Clack

Þátttaka í ráðstefnu í Stokkhólmi

Sandra Granquist, selasérfræðingur og deildarstjóri selarannsóknarsviðs Selasetursins fór á dögunum á ráðstefnuna European Congress of Mammalogy sem haldin var í Stokkhólmi. Á ráðstefnunni var fjallað um líffræðirannsóknir á spendýrum um allan heim og kynnti Sandra verkefni sem unnið var í samstarfi Selaseturs Íslands, Stockholms háskóla, Hólaskóla og Veiðimálastofnunnar. Í rannsókninni sem kynnt var, voru hegðunarreglur sem hafa verið hannaðar til notkunar fyrir ferðamenn við selaskoðun í náttúrunni kannaðar á heimsvísu. Hluta rannsóknarinnar vann Elin Lilja Öqvist sem lokaverkefni til Bs gráðu í líffræði við Stokkhólmsháskóla og var Sandra Granquist leiðbeinandi hennar. Meðhöfundar kynningarinnar voru Georgette Leah Burns, deildarstjóri ferðamannarannsókna hjá Selasetrinu og deildarstjóri á Hólum ásamt Anders Angerbjörn, prófessor hjá Stokkhólmsháskóla.

Sandra Granquist

Sandra Granquist