Nýr gagnvirkur sýnisgripur um útselskóp opnaður

 

Nýlega var tekinn í notkun nýr gagnvirkur sýnisgripur, sem notar GPS hnit til að rekja ferðir selskóps sem vísindamenn á vegum Selaseturs Íslands merktu 2016.

Mætti góður hópur á opnunina og vakti gripurinn, sem hannaður er af Gagarín, mikla lukku.

Verkefnið er styrkt af National Marine Aquarium í Bretlandi, Sóknaráætlun Norðurlands vestra, og Húnaþingi vestra.