Sumarstarf við selarannsóknir!

Hefur þú áhuga á sumarstarfi sem felst í að aðstoða við rannsóknir á selum á starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Hvammstanga, með aðsetur á Selasetri Íslands? Starfið felst m.a. í því að aðstoða við rannsóknir á stofnvistfræði sela, aðstoða við vettvangsvinnu í sambandi við selatalningar, skrá talningargögn í gagnabanka og fleiri verkefni sem tengjast okkar starfi. Vinnan er undir handleiðslu Söndru M. Granquist, sérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun og deildarstjóra Selarannsóknardeildar Selaseturs Íslands. Um er að ræða 2 mánaða starf. Umsækjandi þarf að vera námsmaður í námi á milli anna og þurfa að hafa lokið a.m.k. einu ári á háskólastigi á fræðasviði sem nýtist í starfi (líffræði eða skyldum greinum).
Spurningar um starfið má senda á sandra@hafro.is

Sækja um hér.

Aðalfundur

Aðalfundur Selaseturs Íslands verður haldinn föstudaginn 22. maí 2020, kl. 19:00, í Dæli.

Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.

Meistararitgerð varin við Selasetur Íslands

Selasetur Íslands, í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða, Háskólann á Hólum og Hafrannsóknastofnun, tilkynna hér með vörn meistararitgerðar Cécile Chauvat. Fyrirlesturinn hennar verður á ensku og ber heitið Visitors in the Land of Seals og þann 5. maí klukkan 13:00 verður hann í beinni útsendingu á YouTube frá Háskólasetri Vestfjarða og hægt að fylgjast með í gegnum þennan hlekk: https://bit.ly/2YlD7Ns

Ný birting!

Ný vísindagrein sem ber heitið “Fluorine Mass Balance and Suspect Screening in Marine Mammals from the Northern Hemisphere” birtist á dögunum í vísidaritinu Environmental Science and Technology. Verkefnið er alþjóðlegt samstarf á milli vísindastofna frá nokkrum mismunandi löndum og einn af 14 höfundum er Sandra M. Granquist, deildarstjóri Selarannsóknardeildarinnar okkar ásamt sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Hægt er að lesa greinina hér:

https://pubs.acs.org/doi/pdf/10.1021/acs.est.9b06773

Opinn fyrirlestur

Við hvetjum sem flesta til að mæta á þennan athyglisverða fyrirlestur. Aðgangur er ókeypis og þarf ekki að skrá sig, bara mæta.