Sumaropnunartíminn 2021 verður alla daga frá 15. maí 2021 til og með 15. september, frá kl. 10:00 til 17:00. Fram til 14. maí, þá verður opið eftir samkomulagi.
Nýr Framkvæmdastjóri
Ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri við Selasetur Íslands frá 1. janúar 2021
Páll Línberg Sigurðsson

stjórnarformaður Selaseturs Íslands.

Auka Aðalfundur
Boðað er til auka aðalfundar föstudaginn 9. Október 2020, kl 17:00 í Selasetri Íslands
- Staðfesting á skipan stjórnar.
- Önnur mál.
Guðmundur Jóhannesson
Stjórnarformaður
Framkvæmdastjóri Selasetur Íslands

Laus er staða framkvæmdarstjóra við Selasetur Íslands. Um er að ræða fullt starf í eitt ár með möguleika á framlengingu. Selasetur Íslands var stofnað árið 2005 og hlutverk þess er að standa fyrir rannsóknum á selum og náttúrutengdri ferðaþjónustu. Megin markmið setursins er að efla náttúrutengda ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, vinna að eflingu selaskoðunar á svæðinu og standa fyrir fjölbreyttum rannsóknum, fræðslu og upplýsingamiðlun um seli við Ísland. Starfsstöð framkvæmdastjóra er á Hvammstanga sem er fjölskylduvænt samfélag.
Í starfinu felst:
- Stefnumótun og stjórnun Selaseturs Íslands
- Öflun rannsóknastyrkja og framkvæmd verkefna á fræðasviðum setursins
- Uppbyggingu náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra
- Móttaka gesta og miðlun þekkingar
- Rekstrar- og fjármálastjórnun setursins
Við leitum að einstaklingi með:
- Meistarapróf á fræðasviði sem nýtist til uppbyggingar starfsemi Selaseturs Íslands en doktorsmenntun er æskileg
- Reynslu af stjórnun, rannsóknum og þróunarstarfi
- Leiðtogahæfileika, ábyrgð, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum
Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. janúar 2021 og er krafist búsetu í Húnaþingi vestra. Umsóknir berist fyrir 1. nóvember 2020 ásamt afritum af prófskírteinum, ferilskrá og nöfnum tveggja meðmælenda. Umsóknir sendist til Guðmundar Jóhannessonar, gummijo@simnet.is
Auka Aðalfundur
Boðað er til auka aðalfundar fimmtudaginn 24. september 2020
kl 18.00 í Dæli Víðidal.
1. Staðfesting á skipan stjórnar
2. Önnur mál
Guðmundur Jóhannesson
Stjórnarformaður