Sala á afþreyingu í gegnum SealTravel.is

Ferðasumarið nálgast hratt og ferðamenn eru byrjaðir að skipuleggja sumarið. SealTravel.is tekur þessa dagana á móti skráningum hjá þeim ferðaþjónustuaðilum sem vilja selja afþreyingu eða þjónustu í gegnum ferðaskrifstofuna.

Hér eru okkar helstu flokkar:
• Innsýn í söguna
• Leiðsögn
• Hestasýningar og reiðreynsla, ljúffengur matur
• Hestasýningar í dreifbýli
• Höfnin á Hvammstanga
• Eitthvað til að taka með heim

Ef þið viljið skrá ykkar afþreyingu, þá hikið ekki við að hafa samband í síma 451 2345 eða senda tölvupóst á info@sealtravel.is.

Hugmyndasamkeppni um nafn á hringveg um Vatnsnes og yfir í Kolugljúfur

Selasetrið hefur sett á stað hugmyndasamkeppni um nýtt nafn á ferðamannahringveginn um Vatnsnes og yfir í Kolugljúfur.

Leitað er að nafni sem er lýsandi fyrir þessa sex áhugaverða áfangastaði: Hamarsrétt með sinni einstöku staðsetningu, Illugastaðir með sinn fræga selaskoðunarstað, hinn fallegi Hvítserkur, Kolugljúfur sem þykir fallegt og stórbrotið, klettaborgin Borgarvirki sem var nýtt sem varnarvirki á þjóðveldisöld og Hvammstangi sem er helsti selaskoðunarstaður landsins þaðan sem er stutt í látrin.

Hægt er að taka þátt með að svara þessari könnun eða senda tillögu að nafni á netfangið selasetur@selasetur.is, fyrir 5. mars 2021. Nafn á hringveginn verður kynnt 10. mars næst komandi.

Skrá tillögu að nafni (Start Survey)

Takk fyrir þátttökuna og ef einhverjar spurninga vakna þá vinsamlegast hafið í gegnum tölvupóstinn selasetur@selasetur.is.

Selasetrið opnar í maí

Sumaropnunartíminn 2021 verður alla daga frá 15. maí 2021 til og með 15. september, frá kl. 10:00 til 17:00. Fram til 14. maí, þá verður opið eftir samkomulagi.

Nýr Framkvæmdastjóri

Ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri við Selasetur Íslands frá 1. janúar 2021
Páll Línberg Sigurðsson

Páll Línberg Sigurðsson verðandi framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands, Guðmundur Jóhannesson
stjórnarformaður Selaseturs Íslands.
Við undirskrift ráðngar Páls Línbergs Sigurðssonrs.

Auka Aðalfundur

Boðað er til auka aðalfundar föstudaginn 9. Október 2020, kl 17:00 í Selasetri Íslands

  1. Staðfesting á skipan stjórnar.
  2. Önnur mál.

Guðmundur Jóhannesson
Stjórnarformaður