Deildarstjóri Ferðamálarannsóknasviðs Selasetursins, Dr. Leah Burns, heimsótti Háskólann í Þelamörk í Noregi í síðustu viku á vegum Erasmus verkefnisins. Dr. Burns kenndi námskeið um náttúrutengda ferðamennsku og stjórnun gesta á verndarsvæðum. Hún hélt einnig almennan fyrirlestur sem bar yfirskriftina “From Dingoes to Seals: Exploring the Ethics of Managing Wildlife Tourism”.
Nýútkomin bók um sjálfbærni í ferðamennsku
Út er komin bókin The Routledge Handbook of Tourism and Sustainability. Bókin er hugsuð fyrir nemendur og fræðimenn sem áhuga hafa á sjálfbærni í ferðamennsku og hvernig ferðamenn geta stuðlað að sjálfbærni.
Dr. Leah Burns deildarstjóri ferðamálarannsóknasviðs Selasetursins skrifar kafla í bókinni sem ber heitið Siðfræði í ferðamennsku.
Nánari upplýsingar um bókina má finna hér: http://www.routledge.com/books/details/9780415662482/
Dr. Leah Burns, deildarstjóri ferðamálarannsóknarsviðs.
Niðurstöður landselstalninga 2014
Út er komin skýrsla með niðurstöðum talninga á landsel út lofti árið 2014.
Framkvæmd talninganna
Landselir (Phoca vitulina) voru taldir í nokkrum helstu landselslátrum á Íslandi í júlí, ágúst og september 2014; á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Samanburður var gerður með því að telja úr Cessna yfirþekjuflugvél á hefðbundinn hátt og með því að telja á myndum teknum úr ómönnuðu loftfari (flygildi). Einnig var flogið yfir Vatnsnes með þyrilvængju Landhelgisgæslunar og landselir taldir af stafrænum myndum sem teknar voru úr þyrlunni. Samanburður á hefðbundnum talningum úr flugvél og talningum úr flygildi leiða í ljós að lítil munur sé á marktækni talningargagnna, en aftur á móti teljum við öryggi talningarmanna vera meira við nokun flygilda samaborið við notkun Cessnuflugvélar. Ljóst er þó að notkun flygilda er mun tímafrekari og Cessna yfirtekju flugvél kemst yfir stærri talningarsvæði á styttra tíma. Þess vegna er líklega ekki sparnaður við notkun flygildi.
Helstu niðurstöður
Samanborið við niðurstöður talninganna 2011 þegar stofnstærðarmat var gert, er fjöldi landsela í þeim látrum sem skoðuð voru nú (2014) yfirleitt mun minni. Þrátt fyrir síminnkandi veiðar landsela á þessum sem öðrum svæðum á Íslandi benda þessar niðurstöður til þess að landselsstofninn hafi fækkað um 30% árlega á tímabilinu 2011 – 2014, en 2011 var stofnin metin til 11-12.000 dýr. Gæta skal að því, að til þess að hægt verði að segja til um ástand landselsstofnsins í heild á Íslandi verður að telja oftar en einu sinni í hverju látri og fara yfir alla ströndina eða svo gott sem. Í ár var þessi kostur hinsvegar ekki inni í myndinni vegna skorts á fjármagni. Þar sem vísbendingar eru um það að landselsstofninn hafi minnkað mikið og sé nú langt undir viðmiðunarmörkum sem miða við stofnstærð ársins 2006 er mikilvægt að meta stofnstærð hans árið 2015, en þá eru liðin 4 ár frá síðustu sambærilegu talningu.
Verkefnið var styrkt af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og unnið í samstarfi Veiðimálastofnunar, Selaseturs Íslands, Varar sjávarrannsóknarseturs og Svarma ehf.
Styrkur frá sænsku Vísindaakademíunni
Sandra Granquist, sameignlegur starfsmaður Selasetur Íslands og Veiðimálastofnunnar og deildarstjóri hjá Selasetri íslands, hlaut á dögunum styrk frá Kunglina Vetenskaps Akademien (the Royal Swedish Academy of Science) í Svíþjóð til áframhaldandi rannsókna á fæðuval landsela. Markmið verkefnis sem styrkt var er að áætla mikilvægi laxfiska í fæðu landsela með því að nota stöðugar samsætur (stable isotopes). Sú rannsóknaraðferð hefur m.a. nýtist vel innan fornleifafræðarinnar. Greining á stöðugum samsætum getur gefið vísbendingar um hvar í fæðukeðjunni landselurinn er staðsettur miðað við aðrar sjávartegundir, ásamt því að gefa vísbendingar um hlutfall fæðu selanna sem kemur úr ferskvatni og sjó.
Sandra Granquist
Áhrif selaskoðunar á útbreiðslu og hegðun landsela
Nýlega birtust tvær vísindagreinar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum. Fyrsti höfundur beggja greinanna er Sandra M. Granquist, deildarstjóri líffræðirannsóknasviðs Selasetursins og er þar greint frá rannsóknum sem hún stýrir á samspili landsela og ferðamanna á Vatnsnesi á Norðurlandi vestra.
Náttúrutengd ferðaþjónusta er ört vaxandi grein innan ferðamálaiðnaðarins. Mikilvægt er að stuðla að jafnvægi á milli náttúruverndunnar og rétts ferðamanna og hagsmunaaðila til að nýta náttúruna sem auðlind. Fyrsta greinin, sem heitir The effect of land based seal watching tourism on the haul-out behaviour of harbour seals (Phoca vitulina) in Iceland birtist í Applied Animal Behaviour Science og er meðhöfundur Söndru þar Hrefna Sigurjónsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands. Í rannsókn þeirra var áhrif selskoðunar á hegðun og útbreiðslu landsela könnuð. Hegðun ferðamanna á meðan á selaskoðun stendur var einnig könnuð. Niðurstöður sýna að truflun vegna viðveru ferðamanna leiddi af sér aukna árvekni sela og hafði áhrif á útbreiðslu þeirra. Í ljós kom einnig að hegðun ferðamanna skiptir máli og hægt er að draga úr truflun sem selurinn verður fyrir ef ferðamenn haga sér rólega á selskoðunarstaðnum. Gerð ferðamannahópa (stakir ferðamenn, pör, fjölskyldur og hópar) hafði áhrif á hegðun, en stakir ferðamenn og pör voru rólegri heldur en fjölskyldur og hópar. Í greininni er lagt til að hægt sé að lágmarka áhrif ferðamennsku með notkun hegðunarreglna (sk. Code of conducts), þar sem æskileg hegðun í návíst villtra dýra sé útskýrð. Greinina má finna hér: http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0168159114001075
Erfiðleikar við yfirfærslu kunnáttu frá akademíu til ferðamannaiðnaðar, ásamt skorti á þverfaglegu samstafi þegar kemur að því stjórna náttúrutengdri ferðaþjónustu, gæti haft óbein truflandi áhrif á villt dýr. Í vísindagrein sem birtist í lok síðasta árs í vísindaritinu Journal for Cleaner Production, sem heitir Who´s watching who? -An interdisciplinary approach to studying seal watching tourism in Icelander fjallað um samstarf á milli líffræðinga og ferðamálafræðinga, ávinninginn af þverfaglegum rannsóknum og mikilvægi þess að taka tillit til rannsóknarniðurstaðna beggja greinanna þegar kemur að stjórn á ferðamennsku tengdri villtum dýrum. Aðferð er kynnt, þar sem hagnýting og vörn villtrar náttúru skipar jafn mikilvægan sess, þegar markmiðið er að skapa sjálfbært samspil á milli ferðamannaiðnaðar og villtrar náttúru. Meðhöfundur Söndru er Per-Åke Nilsson sem starfar við Mitt Universitetet í Östersund, Svíþjóð. Greinina má finna hér: http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0959652614012645