Tilraunir með hitamyndavél

Selasetrið hefur í sumar unnið að frumtilraun þar sem hitamyndavél er fest á flygildi (drone) sem flogið er yfir sellátur til að taka myndir. Einnig er venjuleg myndavél fest á flygildið. Í verkefninu verða loftmyndir teknar með hitamyndavél bornar saman við venjulegar loftmyndir, ásamt talningarniðurstöður talninga frá landi.

Stofnstærðartalningar á landsel fara yfirleitt fram úr lofti, en þar sem stundum getur verið erfitt að greina seli frá umhverfinu, er núna gerð tilraun til að ná fram nákvæmari niðurstöðum með því að gera bæði heðbundnar talniningar og talningar með hjálp hitamyndavélar. Markmið verkefnisins er að áætla hvort hitamyndavélar gefi nákvæmari talningarniðurstöður og geti jafnvel verið kostur þegar áætla á stofnstærð landsela. Verkefnið er unnið í samstarfi við Svarma ehf og styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Thermal Camera

 

Hitamyndavéla eins og sú sem notuð er í verkefninu

Gestakomur í júní

Gestakomur á Selasetrið hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Nýliðinn júnímánuður var þar engin undantekning. Heildarfjöldi gesta í upplýsingamiðstöðina á Selasetrinu  í júní í ár jókst um tæplega 35% samanborið við sama mánuði í fyrra. Þessi aukning á milli ára er umtalsvert meiri en aukningin á milli áranna 2013 og 2014. Í júní 2014 komu 14% fleiri gestir í upplýsingamiðstöð Selasetursins en á árinu 2013. 

Á árinu 2014 sóttu alls um 20 þúsund gestir upplýsingamiðstöðina heim og má ætla að í ár verði fjöldinn á bilinu 23-25 þúsund gestir.

Það er því ljóst að aukinn fjöldi ferðamanna á landinu er í sí auknu mæli að skila sér í Húnaþing vestra enda er þar að finna áhugaverð svæði til náttúruskoðunar og góða þjónustu fyrir ferðamenn.

Selatalningin mikla 2015

Í selatalningunni miklu eru selir taldir á Vatnsnesi og Heggstaðanesi, en svæðinu er skipt upp í mörg misstór svæði (um 2-7 km löng) og ættu allir finna allir vegalengd við sitt hæfi. Selatalningin mikla er skemmtileg upplifun og það er vel þess virði að koma og taka þátt í rannsóknarstörfum setursins. Eftir talninguna verða kaffiveitingar í boði fyrir þátttakendur.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku sína í síðasta lagi 15. júlí. Til að skrá sig og fá nánari upplýsingar má hafa samband á netfang info@selasetur.is  eða í síma 451-2345.

Ath! Talningin hentar ekki börnum undir 5 ára og börn á milli 5 og 15 ára mega bara taka þátt í fylgd forráðamanna.

Góður gestur í Selasetrinu

Á dögunum fengum við heimsókn frá Dr Mandy Paterson. Mandy er Chief Scientist hjá Royal Society for the Prevention Cruelty to Animals (RSPCA) í Queenslannd í Ástralíu. Mandy fundaði með sérfræðingum Selasetursins. Söndru Granquist og Dr. Leah Burns. Á fundinum báru þær saman bækur sínar varðandi málefni er varða velferð dýra á Íslandi og í Ástralíu.

Dr. Leah Burns, Dr. Mandy paterson og Sandra Granquist

Dr. Leah Burns, Dr. Mandy Paterson og Sandra Granquist

TripAdvisor viðurkenning

Selasetrið hlaut nýverið sína aðra viðurkenningu á stuttum tíma frá TripAdvisor ferðavefnum. Um er að ræða svokallað Certificate of Excellence fyrir árið 2015. Viðurkenningin er veitt vegna fjölda góðra umsagna gesta á TripAdvisor.

Viðurkenningin er Selasetrinu afar mikilvæg. TripAdvisor er vefur sem ferðamenn nota mikið til að afla sér upplýsinga um áhugaverða staði og því áríðandi að umsagnir séu góðar. Undanfarin misseri hefur mikið verið lagt upp úr góðri upplýsingagjöf og einnig er markvisst verið að biðja gesti um umsagnir á TripAdvisor. Þetta tvennt hefur leitt til stóraukins fjölda jákvæðra umsagna.

Certificate of Excellence Seal Center