Meistaranemar á Selasetrinu

Tveir meistaranemar vinna nú meistaraverkefni sín á Selasetri Íslands.

Georgia Clack er meistaranemi í strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði og vinnur meistaraverkefnið sitt hjá Selasetri Íslands. Markmið rannsóknarverkefnis hennar er tvennskonar. Í fyrsta lagi er hún að rannsaka útbreiðslu landsela á Íslandi og gera forkönnun á nýjum aðferðum til að draga úr kostnað við selatalningar. Í öðru lagi er hún að rannsaka áhrif selskoðunarbáts á hegðun landsela. Leiðbeinandi hennar er Sandra Granquist.

Elin Lilja Öqvist er meistaranemi í vistfræði við Stokkhólmsháskóla og vinnur meistaraverkefnið sitt hjá Selasetrinu. Rannsóknarverkefni hennar snýst um sjávarspendýr og er hún m.a. að gera skoðanakönnun meðal ferðamanna sem fara í selaskoðunarsferðir frá Hvammstanga og hvalaskoðunarferðir frá Húsavík varðandi viðhorf þeirra gagnvart velferð villtra dýra. Leiðbeinandi hennar er Sandra Granquist.

Georgia Clack

Georgia Clack