Undirritun

Mánudaginn 11. apríl kl. 12 mun Selasetur Íslands undirrita samstarfssamning við Hafrannsóknastofnun á safni setursins.

Heimamönnum og öðrum velunnurum er boðið að vera við athöfnina.

Sandra Granquist, deildarstjóri líffræðirannsóknasviðs, og dr Jessica Faustini Aquino, deildarstjóri ferðamálarannsóknasviðs, halda stutt erindi.

 

 

 

Fjórfaldur mars

Beint í kjölfar metfebrúarmánaðar, þar sem getakomur þrefölduðust á milli ára, fylgdi marsmánuður sem fór framúr björtustu vonum.

Fjölgun gestakoma í mars var rúmlega fjórföld milli ára hingað á Selasetrið.

Við bíðum spennt eftir sumrinu!

 

Ný vísindagrein

Sandra M. Granquist, deildarstjóri selarannsókna, birti nýlega í samstarfi við Erling Hauksson, selasérfræðing, grein í vísindatímaritinu Polar Biology. Greinin fjallar um niðurstöður úr rannsóknum á hegðun og viðveru landsela í látrum. Í rannsókninni var kannað hvaða þættir hafa áhrif á það á hvenær landselir liggja í látrum, en mikilvægt sé að slíkir þættir séu á hreinu m.a. til þess að meta stofnstærð landsela með selatalningu. Landselir eru aðallega viðverandi á landi á meðan á kæpingartímabilinu og háraskiptunum stendur, og sýna niðurstöðurnar að kæpingartímabilið stendur yfir frá lok maí fram í byrjun júní og háraskiptin frá lok júlí og fram í byrjun ágúst. Þess á milli er viðvera sela í látrunum minni. Höfundarnir komust að því að aðrir þættir sem hafa áhrif á hvenær selir liggja uppi í látrunum eru lofthiti, sjávarástand, vindhraði og vindátt.

 Úrdrátt úr greininni má nálgast hér: http://link.springer.com/article/10.1007/s00300-016-1904-3

Umsóknir um sumarstörf á Selasetrinu

Umsóknir um sumarstörf á Selasetrinu þurfa að berast fyrir 18. mars.

Við óskum eftir glaðværu og þjónustulunduðu fólki með frumkvæðni og góða tungumálakunnáttu til að aðstoða ferðamenn, afgreiða í versluninni, selja inn á safnið, þrífa og ýmislegt annað sem til fellur.

Sendu ferilskrá til Sigurðar Líndal á netfangið selasetur@selasetur.is viljir þú sækja um. 

Þrefaldur febrúar

Síðastliðið ár var metár í aðsókn hér á Selasetrinu, og þetta ár fer af stað með látum.

Rúmlega þrefalt fleiri gestir sóttu okkur heim nú í febrúar en í sama mánuði í fyrra, okkur til mikillar ánægju.