Hugmyndasamkeppni um nafn á hringveg um Vatnsnes og yfir í Kolugljúfur

Selasetrið hefur sett á stað hugmyndasamkeppni um nýtt nafn á ferðamannahringveginn um Vatnsnes og yfir í Kolugljúfur.

Leitað er að nafni sem er lýsandi fyrir þessa sex áhugaverða áfangastaði: Hamarsrétt með sinni einstöku staðsetningu, Illugastaðir með sinn fræga selaskoðunarstað, hinn fallegi Hvítserkur, Kolugljúfur sem þykir fallegt og stórbrotið, klettaborgin Borgarvirki sem var nýtt sem varnarvirki á þjóðveldisöld og Hvammstangi sem er helsti selaskoðunarstaður landsins þaðan sem er stutt í látrin.

Hægt er að taka þátt með að svara þessari könnun eða senda tillögu að nafni á netfangið selasetur@selasetur.is, fyrir 5. mars 2021. Nafn á hringveginn verður kynnt 10. mars næst komandi.

Skrá tillögu að nafni (Start Survey)

Takk fyrir þátttökuna og ef einhverjar spurninga vakna þá vinsamlegast hafið í gegnum tölvupóstinn selasetur@selasetur.is.

Selasetrið opnar í maí

Sumaropnunartíminn 2021 verður alla daga frá 15. maí 2021 til og með 15. september, frá kl. 10:00 til 17:00. Fram til 14. maí, þá verður opið eftir samkomulagi.

Aðalfundur

Aðalfundur Selaseturs Íslands verður haldinn föstudaginn 22. maí 2020, kl. 19:00, í Dæli.

Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.

Aðalfundur

Aðalfundur Selaseturs Íslands verður haldinn á Hótel Laugarbakka 6. september kl. 21.

Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.

Framhaldsaðalfundur

Framhaldsaðalfundur Selaseturs Íslands verður haldinn skv. 12. grein samþykkta félagsins þann 18. maí 2018 kl. 20.00 í Dæli.