Þúsund sela í útrýmingarhættu drukkna árlega í netum ­veiði­manna

Landselurinn er algengasta selategundin við Ísland og er talsvert af honum Norð-vestanlands. Landselurinn er grár eða brún- eða gulgrá á lit og er stofnstærðin metinn um 9.400 dýr við Íslandsstrendur.

Á vef Fréttablaðsins er greint frá niðurstöðum vísindamanna, en þar koma fram áhyggjur þeirra að mikill fjöldi sela er sagður villast í net veiðimanna hér við land á hverju ári og drukkna þar:

„Selirnir sem veiðast sem meðafli í netin eru almennt ekki nýttir og detta yfirleitt úr netunum áður en þeir eru dregnir um borð,“ segir Sandra M. Granquist, deildarstjóri líffræðirannsóknarsviðs hjá Selasetrinu.

Við höfum áhyggjur af meðafla í grásleppuveiðum, sérstaklega á selum, þar sem stofnarnir eru litlir hjá okkur vegna ofveiði á árum áður,“ segir Guðjón Már Sigurðsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.

Frétt úr Fréttablaðinu, 13. apríl 2021:
https://www.frettabladid.is/frettir/selir-drukkna-i-storum-stil-i-netum-grasleppuveidimanna/

Takk fyrir þátttökuna!

Við hjá Selasetrinu erum full þakklætis fyrir mjög góða þátttöku í hugmyndasamkeppni okkar sem fór af stað þann 16. febrúar. Fjöldi tillagna fór fram úr okkar björtustu vonum en alls bárust okkur 140 tillögur í gegnum FB, heimasíðuna og með tölvupósti.
Nafn á þennan ferðamanna hringveg verður kynnt 10. mars.

Sala á afþreyingu í gegnum SealTravel.is

Ferðasumarið nálgast hratt og ferðamenn eru byrjaðir að skipuleggja sumarið. SealTravel.is tekur þessa dagana á móti skráningum hjá þeim ferðaþjónustuaðilum sem vilja selja afþreyingu eða þjónustu í gegnum ferðaskrifstofuna.

Hér eru okkar helstu flokkar:
• Innsýn í söguna
• Leiðsögn
• Hestasýningar og reiðreynsla, ljúffengur matur
• Hestasýningar í dreifbýli
• Höfnin á Hvammstanga
• Eitthvað til að taka með heim

Ef þið viljið skrá ykkar afþreyingu, þá hikið ekki við að hafa samband í síma 451 2345 eða senda tölvupóst á info@sealtravel.is.

Hugmyndasamkeppni um nafn á hringveg um Vatnsnes og yfir í Kolugljúfur

Selasetrið hefur sett á stað hugmyndasamkeppni um nýtt nafn á ferðamannahringveginn um Vatnsnes og yfir í Kolugljúfur.

Leitað er að nafni sem er lýsandi fyrir þessa sex áhugaverða áfangastaði: Hamarsrétt með sinni einstöku staðsetningu, Illugastaðir með sinn fræga selaskoðunarstað, hinn fallegi Hvítserkur, Kolugljúfur sem þykir fallegt og stórbrotið, klettaborgin Borgarvirki sem var nýtt sem varnarvirki á þjóðveldisöld og Hvammstangi sem er helsti selaskoðunarstaður landsins þaðan sem er stutt í látrin.

Hægt er að taka þátt með að svara þessari könnun eða senda tillögu að nafni á netfangið selasetur@selasetur.is, fyrir 5. mars 2021. Nafn á hringveginn verður kynnt 10. mars næst komandi.

Skrá tillögu að nafni (Start Survey)

Takk fyrir þátttökuna og ef einhverjar spurninga vakna þá vinsamlegast hafið í gegnum tölvupóstinn selasetur@selasetur.is.

Selasetrið opnar í maí

Sumaropnunartíminn 2021 verður alla daga frá 15. maí 2021 til og með 15. september, frá kl. 10:00 til 17:00. Fram til 14. maí, þá verður opið eftir samkomulagi.