Sumarstarf við Selarannsóknir

Ert þú nemi í líffræði eða sambærilegu námi í náttúrufræði og hefur áhuga á selarannsóknum?

Hafrannasóknastofnun í samstarfi við Selarannsóknardeild Selasetursins er að leita að sumarstarfsmanni til að aðstoða okkur við selarannsóknir í sumar við starfstöðina á Hvammstanga.

Starfið felst í að rannsaka og greina atferli og útbreiðslu landsela í mikilvægum látrum á Norðurlandi vestra. Starfsmaðurinn mun taka þátt í vettvangsvinnu (talningar og atferlismælingar) ásamt úrvinnslu gagna undir leiðbeiningum frá sérfræðingi stofnunarinnar. Markmið verkefnis er að auka þekkingu á atferli sela í látrum, ásamt því að skoða hvaða þættir hafa áhrif þar á, svo sem viðvera ferðamanna, veðurþættir og fleira. Þekkingin nýtist m.a. við þróun stofnmatslíkans og við stjórnun selstofna. Verkefnisstjóri verkefnis er Dr. Sandra M. Granquist, sem veitir auka upplýsingar ef spurningar vakna (sandra @hafro.is).

Starfstímabil er 1. júní- 15. ágúst og umsóknarfresturinn rennur út 22. maí. Umsókn í heildsinni, ásamt leiðbeiningum við umsókn má sjá hér:

https://form.vinnumalastofnun.is/sumarstorf/jobsview.aspx?pk_job_id=5345