Ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri við Selasetur Íslands frá 1. janúar 2021
Páll Línberg Sigurðsson
Auka Aðalfundur
Boðað er til auka aðalfundar föstudaginn 9. Október 2020, kl 17:00 í Selasetri Íslands
- Staðfesting á skipan stjórnar.
- Önnur mál.
Guðmundur Jóhannesson
Stjórnarformaður
Framkvæmdastjóri Selasetur Íslands
Laus er staða framkvæmdarstjóra við Selasetur Íslands. Um er að ræða fullt starf í eitt ár með möguleika á framlengingu. Selasetur Íslands var stofnað árið 2005 og hlutverk þess er að standa fyrir rannsóknum á selum og náttúrutengdri ferðaþjónustu. Megin markmið setursins er að efla náttúrutengda ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, vinna að eflingu selaskoðunar á svæðinu og standa fyrir fjölbreyttum rannsóknum, fræðslu og upplýsingamiðlun um seli við Ísland. Starfsstöð framkvæmdastjóra er á Hvammstanga sem er fjölskylduvænt samfélag.
Í starfinu felst:
- Stefnumótun og stjórnun Selaseturs Íslands
- Öflun rannsóknastyrkja og framkvæmd verkefna á fræðasviðum setursins
- Uppbyggingu náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra
- Móttaka gesta og miðlun þekkingar
- Rekstrar- og fjármálastjórnun setursins
Við leitum að einstaklingi með:
- Meistarapróf á fræðasviði sem nýtist til uppbyggingar starfsemi Selaseturs Íslands en doktorsmenntun er æskileg
- Reynslu af stjórnun, rannsóknum og þróunarstarfi
- Leiðtogahæfileika, ábyrgð, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum
Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. janúar 2021 og er krafist búsetu í Húnaþingi vestra. Umsóknir berist fyrir 1. nóvember 2020 ásamt afritum af prófskírteinum, ferilskrá og nöfnum tveggja meðmælenda. Umsóknir sendist til Guðmundar Jóhannessonar, gummijo@simnet.is
Auka Aðalfundur
Boðað er til auka aðalfundar fimmtudaginn 24. september 2020
kl 18.00 í Dæli Víðidal.
1. Staðfesting á skipan stjórnar
2. Önnur mál
Guðmundur Jóhannesson
Stjórnarformaður
Hádegisfyrirlestrar á Selasetri Íslands!
Næstkomandi fimmtudag, 25. júní verða haldnir tveir fyrirlestrar í fyrirlestrarsal Selasetursins og hefjast þeir kl.12:00. Annars vega mun Cécile Chauvat, sem nýverið útskrifaðist með meistaragráðu í strandsvæðastjórnun frá Háskólasetri Vestfjarða, kynna niðurstöður úr meistaraverkefni sínu. Cécile vann verkefnið sitt á Selasetri Íslands í samstarfi við Háskólanum á Hólum og Hafrannsóknastofnun. Leiðbeinendur hennar voru dr. Jessica F. Aquino og dr. Sandra M. Granquist. Einnig mun Polina Moroz, meistaranemi frá Háskóla Íslands, kynna rannsóknaáætlun sína. Hún er að rannsaka landseli og notast hún við staðbundnar sjálfvirkar myndavélar á mikilvægum landselslátrum. Rannsóknin er unnin á Selasetri Íslands í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og leiðbeinendur hennar eru dr. Sandra M. Granquist og dr. Marianne Rasmussen.
Minnum á að íbúar Húnaþings vestra fá frían aðgnang að sýningu Selasetursins, ásamt fyrirlestrunum.