Sandra Granquist selasérfræðingur á Selasetri Íslands hefur nú hafið DNA greiningar á landsselssaur til að ákvarða fæðuval þeirra. Verkefnið er í samstarfi við Veiðimálastofnun, Náttúrugripasafnið í Stokkhólmi og Stokkhólmsháskóla. Greiningin fer fram á rannsóknarstofu Náttúrugripasafnsins í Stokkhólmi (Molecular Systematics Laboratory).