Mjög góð aðsókn í júlí

Aðsóknin í júlí var virkilega góð, n.t.t. rúmlega 7.200 manns samtals á upplýsingamiðstöðina sem Selasetrið rekur og safnið sjálft. Þetta er 30% aukning frá 2022. Við erum þakklát öllum okkar gestum og stuðningi þeirra við starfsemi Selasetursins.

Ljóst er að áhuginn á selnum fer vaxandi og þ.a.l. þörfin fyrir upplýsingamiðstöð á svæðinu svo upplifun gesta okkar verði sem best.