Uppbyggingasjóður Sóknaráætlunar Norðurlands vestra veitti Selasetri Íslands á dögunum tvo myndarlega styrki.
Fyrri styrkurinn er stofn og rekstrarstyrkur upp á kr 2.3 milljónir. Styrknum er ætlað að standa straum af rekstri sýningar Selasetursins.
Síðari styrkurinn er verkefnastyrkur vegna verkefnisins Efling atvinnuli?fs og fjo?lgun starfa i? Hu?naþingi vestra. Verkefnið nær til uppsetningar ferðaskrifstofu á Selasetrinu sem hefur það hlutverk að markaðssetja svæðið og selja þjónustu ferðaþjónustuaðila til ferðamanna og ferðaskrifstofa. Fjárhæð styrksins er kr 3.6 milljónir.
Selasetrið þakkar Uppbyggingarsjóðnum mikilvægan stuðning við starfsemina.