Sjálfboðaliðar á Selasetrinu í sumar

Á Selasetrinu hafa í sumar starfað hjá okkur tveir sjálfboðaliðar, annar dýralæknir frá Þýskalandi og hinn dýralæknanemi frá Frakklandi. Þær hafa aðallega aðstoðað Söndru Granquist, deildarstjóra líffræðirannsóknasviðs, á rannsóknarstofu Selasetursins við að undirbúa sýni o.fl. Það er ómetanlegt fyrir starfsemi Selasetursins að hafa tæifæri til að fá sjálfboðaliða til starfa og færum við þeim bestu þakkir fyrir.

Valerie Scoll dýralæknanemi frá Frakklandi að störfum á
rannsóknarstofu Selasetursins.