Fyrr á þessu ári hlaut Selasetrið ásamt Háskólanum í Stokkhólmi styrk frá Norrænu samstarfsnefndinni um félagsvísindarannsóknir (NOS-H) til að kanna þróun vistfræði og hegðunar ólíkra selategunda í samhengi við hegðun manna og umhverfisbreytingar. Þrír sérfræðingar á vegum Selasetursins, þau Sandra Granquist, Leah Burns og Erlingur Hauksson eru í Svíþjóð þessa dagana til að taka þátt í fyrri vinnustofunni af tveimur um samskipti manna og sela. Sandra og Erlingur halda kynningu um vistfræði og hegðun núlifandi selastofna og Leah heldur kynningu á menningarlegu mikilvægi sels í Norður Evrópu.
Seinni vinnustofan verður haldin á Íslandi síðari hluta árs 2015.