Selasetrið í kynnisferð í Danmörku

Undanfarna daga hafa starfsmenn Selasetursins verið á ferð í Danmörku til að kynna sér þarlend söfn og setur. Heimsókninn er liður í verkefninu Áframhaldandi sókn náttúrutengdrar ferðþjónustu í Húnaþingi vestra sem styrkt er af Vaxtarsamningi Norðurlands vestra.

Þeir staðir sem heimsóttir voru eru eftirfarandi:

Den Blaa Planet – www.denblaaplanet.dk – afar glæsileg og glæný sýning um lífríki hafsins. Sérstök áhersla á hafotra. Staðsett í Kaupmannahöfn.
Fiskeri og Söfartmuseet – www.fimus.dk – gamalgróið sjóminja og sædýrasafn í Esbjerg. Stofnað 1968.
Nordsoenoceanarium – www.nordsoenoceanarium.dk – eitt glæsilegasta safn af þessum toga í Danmörku. Staðsett í Hirtshals.
Maritime Museum of Danmark – www.mfs.dk – nýtt og glæsilegt safn um hina ríku siglingahefð Dana. Safnið er tilnefnt til Evrópsku safnaverðlaunanna 2015. Staðsett í Helsingör.
Náttúrugripasafnið í Kaupmannahöfn – www.zoologie.snm.ku.dk 
Þjóðminjasafn Danmerkur – www.natmus.dk 

Starfsfólk Selasetursins kemur heim hlaðið hugmyndum sem nýttar verða í áframhaldandi vinnu við framtíðarskipulag sýningar Selasetursins. Á nýju ári er fyrirhugað að fara í samskonar ferð til Skotlands.

Vaxtarsamningi Norðurlands vestra er þakkaður stuðningur við verkefnið.