Alþjóðleg brúðuhátíð verður haldin á Hvammstanga, dagana 7-9 október 2022. Selasetrið tekur þátt í því með því að hafa opið laugardaginn 8. október, frá kl. 12 til 14.
Verið þið hjartanlega velkomin á nýju “Rostungasýninguna”.

Icelandic Seal Center
Alþjóðleg brúðuhátíð verður haldin á Hvammstanga, dagana 7-9 október 2022. Selasetrið tekur þátt í því með því að hafa opið laugardaginn 8. október, frá kl. 12 til 14.
Verið þið hjartanlega velkomin á nýju “Rostungasýninguna”.
Vetur er að ganga í garð og því ekki úr vegi að minna á vetrarþjónustu hjá Selasetrinu. Fyrst um sinn verður opið alla virka daga í vetur frá 10-17 og svo frá 11-15.
Ferðaþjónustuaðilar, skólastofnanir og aðrir sem eru á ferðinni með hópa utan auglýsts afgreiðslutíma geta haft samband við Selasetrið (451 2345 eða info@selasetur.is) og munum við þá gera hvað við getum til að taka á móti þeim. Móttaka um helgar er möguleg ef fyrirspurn berst með góðum fyrirvara.
Það er alltaf jafn áhrifamikið að sjá norðurljósin dansa og Vatnsnesið er góður staður til að upplifa norðurljósin. Þar er fremstur í flokki Hvítserkur sjálfur með Skagann sem bakgrunn, það verður ekki mikið betra en það. Hér eru nokkrar myndir frá því 4. september, enda mikil virkni þessa dagana.
Myndirnar voru teknar af Páli L Sigurðssyni.
Viðtal við Söndru Granquist í Morgunblaðinu þann 27. ágúst 2022, um rannsóknir á selastofnum við Ísland.
Mjög góð aðsókn hefur verið á Selasetur Íslands þetta sumarið og nú þegar hafa komið yfir 16.500 gestir í heimsókn til okkar. Í fyrra fengum við 10.300 gesti í heimsókn frá maí til október og því erum við mjög ánægð með aukninguna.
Flestar urðu gestakomurnar í júlí, þegar 5.541 gestir komu á Selasetrið, en ágúst fylgdi þar skammt á eftir með 5.171.
Rétt rúm 43% gesta fóru inn á safn Selasetursins þetta sumarið. En aðrir leituðu sér m.a. upplýsinga um hvar væri hægt að finna seli út í náttúrunni og/eða versluðu í búðinni okkar.