STAR – Vistvæn ferðamennska

Í rúmt ár hefur Selasetrið verið þátttakandi í alþjóðlegu samstarfsverkefni styrktu af Evrópusambandinu sem heitir STAR – Sustainable Tourism. Verkefnið snýst í stuttu máli um að leiðbeina fólk hvernig hægt er að ferðast með vistvænni hætti. Hefur í því samhengi verið hannað smáforrit og búinn til bæklingur/handbók sem nýtist bæði ferðamönnum og aðilum í ferðaþjónustunni sem vilja stunda vistvænni ferðamennsku.

Hér má sjá bæði handbókina og skjáskot af upphafssíðu smáforritsins/leiksins sem hægt er að nálgast á Play Store og við hvetjum fólk til að prófa.

Um miðjan júní fundaði hópurinn, sem samanstendur af aðilum frá Grikklandi, Rúmeníu, Spáni auk Íslands, í Aþenu þar sem farið var yfir stöðu verkefnisins og næstu skref. Var það bæði gagnleg og ánægjuleg heimsókn og einn af hápunktunum var leiðsögn um Akrópólis. Hér má sjá nokkrar myndir frá þessari mögnuðu borg.

2. málþing Selaseturs Íslands

Hið árlega málþing Selasetursins verður haldið í annað sinn nk. föstudag, þann 19. maí, frá 16:00-20:30 í sal Selasetursins.

Þema málþings verður náttúrutengdar rannsóknir og haldin verða 11 fróðleg erindi.

Málþingið er öllum opið og verða léttar veitingar í boði og “Gleðistund” í lok þings.

Sjá nánari dagskrá hér neðar.

Fræðandi viðtal um stöðu selastofnsins við Ísland


Sandra M. Granquist deildarstjóri selarannsóknadeildar var í áhugaverðu viðtali í Samfélaginu á Rás eitt á RÚV í síðustu viku. Þar fræddi hún hlustendur m.a. um stöðu selastofnsins við Ísland, breytingar á stærð hans síðustu áratugi og helstu áhrifaþætti.

Viðtalið hefst þegar um 20:14 mín. eru liðnar af þættinum en hérna er hlekkur á þáttinn:

https://www.ruv.is/utvarp/spila/samfelagid/23617/7hl61j

Breytingar í stofnstærð landsela á 40 ára tímabili

Myndin var tekin í flugtalningarverkefninu 2020 (Sandra Granquist)

Nýverið birtist vísindagrein um breytingar í stofnstærð landsela á 40 ára tímabili sem ber heitið “The Icelandic harbour seal (Phoca vitulina) population: trends over 40 years (1980–2020) and current threats to the population”. Höfundur er Sandra Granquist, deildarstjóri Selarannsóknardeildar hjá Selasetrinu og sérfræðingur hjá Hafró. Hér fyrir neðan má sjá samantekt á ensku (abstract) um greinina, ásamt hlekk til að lesa greinina í heildsinni.

Abstract:

Regular harbour seal (Phoca vitulina) population censuses are necessary to monitor fluctuations in the population size and to inform seal management. In this paper, the status of the Icelandic harbour seal population is presented, along with trends in the population over a 40-year period. In total, 13 full aerial censuses were carried out during the moulting season (July-August) between 1980 and 2020. The most recent census from 2020 yielded an estimate of 10,319 (CI 95%= 6,733-13,906) animals, indicating that the population is 69.04% smaller than when systematic monitoring of the population commenced in 1980 (33,327 seals). The observed decrease puts the population on the national red list for threatened populations. Trend analyses indicate that most of the decline occurred during the first decade, when the population decreased about 50% concurrently with large human-induced removals of harbour seals. After that point, the population decline slowed down but continued, and currently the population seems to fluctuate around a stable minimum level. The sensitive conservation status of the population underlines the need to assess and sustainably manage current threats to the population, including human-induced removals, anthropogenic disturbance, and various environmental factors such as contaminants, climate change and fluctuation in prey availability. Furthermore, it is urgent to continue regular censuses and to increase monitoring of population demographic factors.

Smellið hér til að lesa greinina í heild sinni.

Ný grein birt

Grein með titil Gender difference in biospheric values and opinions on nature management actions: The case of seal watching in Iceland var birt í ritrýnd tímaritið Ocean & Coastal Management. Greinin er aðgengileg hér. Höfundarnir eru Cécile M. Chauvat, sem vinnur hjá Selaseturið Íslands og Náttúrustofa Norðvesturlands, Dr. Sandra M. Granquist frá Hafrannsóknastofnun og deildarstjóri selarannsóknasviðs hjá Selasetur Íslands, og Dr. Jessica Aquino, Assistant Professor, ferðamáladeild hjá Háskólanum á Hólum.

Abstract
Gender differences in biospheric value orientation and opinions on wildlife management have the potential to be used as a management tool in wildlife watching settings. This research note builds on a dataset from Chauvat et al. (2021) to investigate gender differences in biospheric value orientation and opinions on seal watching management of visitors at seal watching sites post hoc. Questionnaires (n = 597) were collected at three sites in Northwest Iceland. It was found that when genders were compared, women had stronger biospheric value orientations, were more aware of potential anthropogenic impacts on seals, believed to a higher extent that regulations were useful in terms of decreasing impact, and were more positive towards most management actions suggested in the questionnaire. It is argued that further understanding of the gender dynamics regarding pro-environmental attitudes may be a valuable element in the context of sustainable wildlife tourism management.