Önnur meistararitgerð varin

 

Miðvikudaginn 27. apríl varði Georgia Clack meistaraverkefni sitt við Háskólasetur Vestfjarða. Verkefni hennar heitir The impact of tourism on harbour seals and their distribution around Iceland.

Leibeinendur Georgiu voru  Sandra M. Granquist, deildarstjóri líffræðirannsókna við Selasetur Íslands og selasérfræðingur Veiðimálastofnunar; og Erlingur Hauksson, sjávarlíffræðingur hjá Vör sjávarrannsóknarsetri við Breiðarfjörð.

Meistararitgerð varin

Í dag, þriðjudaginn 19. apríl, ver Elin Lilja Öqvist meistaraverkefni sitt við Stokkhólmsháskóla. Verkefni hennar heitir Whaling or watching, sealing or seeing? A study of interactions between marine mammal tourism and hunting in Iceland.

Leibeinendur Elinar eru  Sandra M. Granquist, deildarstjóri líffræðirannsókna við Selasetur Íslands og selasérfræðingur Veiðimálastofnunar; og Anders Angerbjörn, prófessor við Stokkhólmsháskóla.

 

 

 

Samningur í höfn

Stórum áfanga í sögu Selaseturs Íslands var náð með undirritun samnings setursins við Hafrannsóknastofnun þann 11. apríl 2016.

Samningurinn er upp á 40 milljónir króna, þar af eru 10 milljónir eingreiðsla stofnkostnaðar vegna tækjakaupa og standsetningar húsnæðis, og 30 milljónir renna til líffræðirannsókna á selastofninum við Íslandsstrendur. Vonir standa til að rannsóknastyrkurinn verði áframhaldandi.

Á myndinni sjást, frá vinstri: Sandra Granquist, deildarstjóri líffræðirannsókna við Selasetur Íslands; Ársæll Daníelsson, stjórnarformaður Selaseturs Íslands; Ólafur S. Ástþórsson, settur forstjóri Hafrannsóknastofnunar; Sólmundur Már Jónsson, aðstoðarforstjóri – fjármál, hjá Hafrannsóknastofnun.


Selasetrið vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem að málinu hafa komið, og lítur björtum augum til framtíðar selarannsókna á Íslandi.

Undirritun

Mánudaginn 11. apríl kl. 12 mun Selasetur Íslands undirrita samstarfssamning við Hafrannsóknastofnun á safni setursins.

Heimamönnum og öðrum velunnurum er boðið að vera við athöfnina.

Sandra Granquist, deildarstjóri líffræðirannsóknasviðs, og dr Jessica Faustini Aquino, deildarstjóri ferðamálarannsóknasviðs, halda stutt erindi.

 

 

 

Fjórfaldur mars

Beint í kjölfar metfebrúarmánaðar, þar sem getakomur þrefölduðust á milli ára, fylgdi marsmánuður sem fór framúr björtustu vonum.

Fjölgun gestakoma í mars var rúmlega fjórföld milli ára hingað á Selasetrið.

Við bíðum spennt eftir sumrinu!