Meistararitgerð varin

Í dag, þriðjudaginn 19. apríl, ver Elin Lilja Öqvist meistaraverkefni sitt við Stokkhólmsháskóla. Verkefni hennar heitir Whaling or watching, sealing or seeing? A study of interactions between marine mammal tourism and hunting in Iceland.

Leibeinendur Elinar eru  Sandra M. Granquist, deildarstjóri líffræðirannsókna við Selasetur Íslands og selasérfræðingur Veiðimálastofnunar; og Anders Angerbjörn, prófessor við Stokkhólmsháskóla.

 

 

 

Samningur í höfn

Stórum áfanga í sögu Selaseturs Íslands var náð með undirritun samnings setursins við Hafrannsóknastofnun þann 11. apríl 2016.

Samningurinn er upp á 40 milljónir króna, þar af eru 10 milljónir eingreiðsla stofnkostnaðar vegna tækjakaupa og standsetningar húsnæðis, og 30 milljónir renna til líffræðirannsókna á selastofninum við Íslandsstrendur. Vonir standa til að rannsóknastyrkurinn verði áframhaldandi.

Á myndinni sjást, frá vinstri: Sandra Granquist, deildarstjóri líffræðirannsókna við Selasetur Íslands; Ársæll Daníelsson, stjórnarformaður Selaseturs Íslands; Ólafur S. Ástþórsson, settur forstjóri Hafrannsóknastofnunar; Sólmundur Már Jónsson, aðstoðarforstjóri – fjármál, hjá Hafrannsóknastofnun.


Selasetrið vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem að málinu hafa komið, og lítur björtum augum til framtíðar selarannsókna á Íslandi.

Undirritun

Mánudaginn 11. apríl kl. 12 mun Selasetur Íslands undirrita samstarfssamning við Hafrannsóknastofnun á safni setursins.

Heimamönnum og öðrum velunnurum er boðið að vera við athöfnina.

Sandra Granquist, deildarstjóri líffræðirannsóknasviðs, og dr Jessica Faustini Aquino, deildarstjóri ferðamálarannsóknasviðs, halda stutt erindi.

 

 

 

Fjórfaldur mars

Beint í kjölfar metfebrúarmánaðar, þar sem getakomur þrefölduðust á milli ára, fylgdi marsmánuður sem fór framúr björtustu vonum.

Fjölgun gestakoma í mars var rúmlega fjórföld milli ára hingað á Selasetrið.

Við bíðum spennt eftir sumrinu!

 

Ný vísindagrein

Sandra M. Granquist, deildarstjóri selarannsókna, birti nýlega í samstarfi við Erling Hauksson, selasérfræðing, grein í vísindatímaritinu Polar Biology. Greinin fjallar um niðurstöður úr rannsóknum á hegðun og viðveru landsela í látrum. Í rannsókninni var kannað hvaða þættir hafa áhrif á það á hvenær landselir liggja í látrum, en mikilvægt sé að slíkir þættir séu á hreinu m.a. til þess að meta stofnstærð landsela með selatalningu. Landselir eru aðallega viðverandi á landi á meðan á kæpingartímabilinu og háraskiptunum stendur, og sýna niðurstöðurnar að kæpingartímabilið stendur yfir frá lok maí fram í byrjun júní og háraskiptin frá lok júlí og fram í byrjun ágúst. Þess á milli er viðvera sela í látrunum minni. Höfundarnir komust að því að aðrir þættir sem hafa áhrif á hvenær selir liggja uppi í látrunum eru lofthiti, sjávarástand, vindhraði og vindátt.

 Úrdrátt úr greininni má nálgast hér: http://link.springer.com/article/10.1007/s00300-016-1904-3