Gestakomur í Selasetur Íslands hafa aldrei verið fleiri

Árið 2016 komu 39.223 gestir inn á upplýsingamiðstöð ferðamanna í Húnaþingi vestra, sem staðsett er í Selasetrinu. Þetta er 44% fjölgun frá 2015.

Flestar urðu gestakomurnar þegar 10.809 gestir komu í Selasetrið, en ágúst fylgdi þar skammt á eftir með 10.508.

Rétt rúm 30% gesta upplýsingamiðstöðvarinnar fóru inn á safn Selasetursins árið 2016 eða 11.996.

Þegar þetta er ritað í miðjum janúar 2017 hafa gestakomur rúmlega þrefaldast á milli ára miðað við allan janúar 2016.