Nýr framkvæmdastjóri

Unnur Valborg Hilmarsdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Unnur hefur 20 ára reynslu af rekstri og stjórnun, sem aðstoðarframkvæmdastjóri Hreyfingar, framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi, stofnandi og eigandi Vendum stjórnendaþjálfunar sem er leiðandi fyrirtæki á sviði markþjálfunar á Íslandi.  Unnur hefur auk þessa komið að hinum ýmsu frumkvöðlaverkefnum.  Unnur hefur BEd. próf frá KHÍ, Diploma í viðskipta- og rekstrarfræðum frá EHÍ auk þess að hafa hlotið víðtæka þjálfun í námskeiða- og fyrirlestrahaldi, lóðsun, þjálfun þjálfara og  sölu- og sölustýringu.  Unnur hefur lokið námi í stjórnendamarkþjálfun (e. Executive coaching) frá Coach University og Opna Háskólanum í Reykjavík og hefur ACC vottun frá ICF, International Coach Federation.