Sandra Granquist fór á vísindaráðstefnuna Impacts of Human Disturbance on Arctic Marine Mammals sem haldin var á vegum NAMMCO 13-15. október í Kaupmannahöfn. Þar hélt hún erindi sem bar nafnið “Effects of wildlife watching tourism on Arctic marine mammals, with a special note on harbour seal watching in Iceland”. Sandra og hennar teymi hafa siðastliðin ár staðið fyrir umfangsmiklum rannsóknum á áhrifum ferðamennsku á villt dýr, og fjallaði fyrirlesturinn m.a. um niðurstöður þeirra rannsókna.