Meistaranemi á Selasetrinu

Sérfræðingar Selaseturs frá oft beiðnir um að leiðbeina nemendum við gerð lokaverkefna. Þessa dagana er Sarah Marschall, meistaranemi frá Háskólasetri Vestfjarða að vinna verkefni undir leiðsögn Söndru Granquist deildarstjóra líffræðirannsóknasviðs og Leah Burns deildarstjóra ferðamálarannsóknasviðs. Verkefni Söruh nær yfir hvernig best er að koma skilaboðum til ferðamanna varðandi hvernig á að haga sér í kringum villt dýr, til að lágmarka neikvæð áhrif.

Sarah Marschall (tv) ásamt Valerie sjálfboðaliða á Selasetrinu en hún aðstoðar Söruh í ágúst við vinnu á vettvangi.